Árni Páll Árnason

Fréttamynd

Fjallafár?

Mikil umræða hefur að undanförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbyggingu ferðaþjónustu á Fjöllum.

Skoðun
Fréttamynd

Um smálán

Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi.

Skoðun
Fréttamynd

Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta

Í fyrri greinum hef ég rætt um það mikla tjón sem gjaldeyrishöftin valda og hversu ólíklegt er að stefna stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta nái fullnægjandi árangri. Sú mikla aukning sem varð á umfangi aflandskrónuvandans með síðustu lagabreytingum veldur því að tiltækar leiðir eru alltof seinvirkar til lausna.

Skoðun
Fréttamynd

Að meta víðerni

Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á.

Skoðun
Fréttamynd

Burt af hættusvæðinu

Eftir efnahagshrun og langvinnt samdráttarskeið sjáum við sprota nýs vaxtar gægjast fram. Um allan hinn vestræna heim er enn mikil óvissa um efnahagsþróun. Stjórnvöld evruríkja þurfa að finna trúverðuga lausn á skuldavanda þeirra evruríkja sem skuldsettust eru. Lausnin mun til skemmri tíma fela í sér einhvers konar endurfjármögnum og mögulega endurmat á skuldum til að gera skuldugustu ríkjunum kleift að standa í skilum, án þess að leggja með því óbærilegar byrðar á þjóðirnar sem að baki standa. Til lengri tíma munu evruríkin þróa agaðri umgjörð um ríkisfjármál, til að tryggja að einstök ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi og grafið þannig undan efnahagslegum stöðugleika á svæðinu öllu. Í Bandaríkjunum glíma menn við stjórnarfarslega lömun, þar sem öfgamenn úr hópi repúblíkana berjast af trúarlegri sannfæringu gegn öllum hækkunum á sköttum og eru tilbúnir að beita öllum brögðum í þeirri viðureign.

Skoðun
Fréttamynd

Framfarastoð eða skálkaskjól?

Seðlabankinn skilaði mér skýrslu rétt fyrir jólin undir heitinu "Peningastefnan eftir höft“. Þar fjallar bankinn frá sínu sjónarhorni um það úrlausnarefni sem er forsenda allrar hagstjórnar Íslands út úr kreppunni og inn í stöðugleika og farsæld á 21. öld:

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju þarf niðurskurð?

Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara.

Skoðun
Fréttamynd

Árangur AGS-samstarfs

Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu.

Skoðun
Fréttamynd

Fjármálakerfi fyrir fólk

Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánaviðskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölbreytt atvinnulíf þarf evru

Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju?

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna aðild að ESB nú?

Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu.

Skoðun
Fréttamynd

Allt að vinna og engu að tapa

Konur og karlar á Íslandi, til hamingju með kvenréttindadaginn. Fyrir réttum 95 árum undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Karlar eldri en 25 ára nutu þá þegar þess. Að líkindum óttuðust ráðandi öfl svo stóran kjósendahóp - ómögulegt var að vita á hverju konur tækju upp. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem hafði barist ötullega fyrir kosningarétti kvenna, skrifaði árið 1915 að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim út af þessu aldursákvæði. Aldursmarkið átti að lækka árlega um eitt ár í senn þar til jafnrétti karla og kvenna væri náð. Þetta breyttist árið 1920 með endurskoðaðri stjórnarskrá vegna fullveldis Íslands. Það voru Danir sem lögðu áherslu á að konur og karlar hefðu jöfn pólitísk réttindi, ekki forystumenn hins nýfrjálsa ríkis. Okkur er hollt að minnast þess að fyrirstaða ráðandi afla innanlands hefur um aldir og allt fram á síðustu ár helst staðið í vegi umbóta í mannréttindum og almennum lýðréttindum.

Skoðun
Fréttamynd

Af tækifærum í niðurskurði

Við lifum sérkennilega tíma. Eftir innistæðulausa góðæris-veislu er komið að skuldadögum. Samfélagið hefur eytt um efni fram. Við þurfum á næstu þremur árum að eyða fjárlagagati sem nú stendur í 90 milljörðum króna. Á næstu þremur árum þurfum við að spara 1 krónu af hverjum 6 sem við eyðum nú.

Skoðun
Fréttamynd

Að mótmæla – eða mæla með

Árni Páll Árnason skrifar um Icesave Sú staða sem upp er komin í Icesave-málinu getur orðið þjóðinni afar erfið. Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum allir" eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir flokkar geti sammælst um einhver lágmarks viðmið samninga sem hægt sé að setja fram sameiginlega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin lagalega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkur á harðahlaupum

Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð

Skoðun
Fréttamynd

Að læra af hruni

Eftir stórfellt efnahagshrun stöndum við á miklum tímamótum. Við verðum að byggja endurreisn á hreinskiptnu uppgjöri við fortíðina og raunsæu mati á því sem aflaga fór.

Skoðun
Fréttamynd

Er 20% skuldaniðurfelling lausnin?

Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert.

Skoðun
Fréttamynd

Opinber afskipti en ekki pólitísk

Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti: Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert.

Skoðun
Fréttamynd

Á leið til Evrópu

Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að gera hvað?

Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt.

Skoðun
Fréttamynd

Lærdómar af Baugsmálinu

Sigurður Kári Kristjánsson sessunautur minn á Alþingi hefur lýst því að hann telji óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hafi tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu í yfirlýsingu, því hún sé utanríkisráðherra og dómsmál ekki á forræði utanríkisráðuneytisins.

Skoðun
Fréttamynd

Vegvísir eða farartálmi?

Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Um galskap og skynsemi

Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

Öfgalaus stefna í málefnum Palestínu

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kynnti á Alþingi í vor þá fyrirætlan sína að fara til Palestínu til að kynna sér stöðu mála þar frá fyrstu hendi kallaði Staksteinar Morgunblaðsins það barnaskap. Í heimsókninni var áhersla lögð á að íslenski utanríkisráðherrann væri kominn til að hlusta og til að kynnast aðstæðum og veruleika venjulegs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Að hlúa að sprotum

Í meira en hálfa öld hefur "ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Innistæðulaust kaupmáttargort

Kaupmáttur hefur vissulega verið ágætur síðustu 11 árin og því ber að fagna. Kaupmáttarþróunin er þó ekkert sérlega markverð í sögulegu samhengi og þegar tekið er tillit til framleiðsluspennu kemur í ljós að hún er í meðallagi.

Skoðun