Hvers vegna aðild að ESB nú? 24. júní 2010 06:00 Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun