Árangur AGS-samstarfs Árni Páll Árnason skrifar 29. september 2010 06:00 Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar