Amanda Knox

Fréttamynd

Sau­tján ára máli Amöndu Knox lýkur með sak­fellingu

Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007.

Erlent
Fréttamynd

Amanda Knox dæmd fyrir meið­yrði þrettán árum eftir sýknu

Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur morðingi Meredith Kercher laus allra mála

Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á Meredith Kercher, 21 árs gömlum breskum skiptinema, er nú laus allra mála eftir að hafa afplánað þrettán ár af sextán ára fangelsisdómi. Morðið vakti heimsathygli en Amanda Knox, sambýliskona Kercher, og kærasti hennar sátu í fangelsi í fjögur ár áður en þau voru sýknuð.

Erlent
Fréttamynd

Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007.

Erlent
Fréttamynd

Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan

Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný.

Erlent
Fréttamynd

Amanda Knox komin heim

Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskylda hinnar myrtu í áfalli

Amanda Knox hélt heim til Bandaríkjanna í gær frá Ítalíu, þar sem hún var á mánudag sýknuð af morðákæru eftir að hafa dvalist fjögur ár í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Amanda Knox sýknuð

Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól.

Erlent
Fréttamynd

Áfrýjun Amöndu Knox tekin fyrir í dag

Ítalskur áfrýjunardómstóll kveður síðar í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku skólastúlkunnar Amöndu Knox, sem dæmd var í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana fyrir fjórum árum.

Erlent
Fréttamynd

Líkir málflutningi við aðferðir Göbbels

Áfrýjun bandarískrar skólastúlku sem hlaut dóm fyrir að myrða vinkonu sína á Ítalíu fyrir fjórum árum, var tekin fyrir í gær. Málið hefur vakið heimsathygli, en saksóknari líkir málflutningi lögmanns hennar við taktík áróðursmálaráðherra Hitlers.

Erlent
Fréttamynd

Foxy Knoxy áfrýjar morðdómi

Amanda Knox, eða Foxy Knoxy eins og hún hefur verið kölluð í breskum fjölmiðlum, hefur áfrýjað 25 ára fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir að myrða bresku námskonuna Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007.

Erlent