Erlent

Reyna fá Hillary Clinton til þess að aðstoða Foxy Knoxy

Amanda Knox.
Amanda Knox.
Bandarískur þingmaður hefur óskað eftir aðstoð Hillary Clintons, utanríkisáðherra Bandaríkjanna, vegna máls Amöndu Knox, sem var dæmd fyrir að myrða bresku námskonuna Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007.

Ástæðan er sú að þingmaðurinn, sem heitir Maria Cantwell, heldur því fram að Amanda, sem er sjálf bandarísk, hafi ekki fengið réttlæta málsmeðferð hjá ítölskum dómstólum vegna þjóðernis.

Þingmaðurinn telur að Amanda hafi orðið fyrir barðinu á hatri gegn Bandaríkjamönnum (e.anti-american). Þá heldur hún því einnig fram að DNA rannsókn sem var gerð og notuð sem sönnun í málinu hafi verið meingölluð. Þingmaðurinn hefur þegar viðrað hugmyndina við Hillary og hefur óskað eftir rannsókn á málinu.

Knox, sem er kölluð Foxy Knoxy í breskum fjölmiðlum, var dæmd í 26 ára fangelsi fyrir að myrða Mariu árið 2007 en þær bjuggu saman. Í fyrstu hélt hún því fram að leigusali þeirra hefði myrt Maríu og nauðgað henni. Eftir að hann hafði verið hreinsaður af sökum þá bárust spjótin að henni. Í ljós kom að ítalskur kærasti Knox hélt Maríu niðri á meðan Knox skar á háls.

Báðar voru þær í námi. Kærastinn var dæmdur í 25 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×