Erlent

Réttað á ný yfir Amöndu Knox

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Knox var sýknuð þegar dómnum var áfrýjað eftir fjögurra ára afplánun.
Knox var sýknuð þegar dómnum var áfrýjað eftir fjögurra ára afplánun. Mynd/AP
Hæstiréttur á Ítalíu hefur hnekkt dómi yfir Amöndu Knox, bandarískri konu sem sýknuð var af ákærum um morð á breskri konu í borginni Perugia árið 2007.

Knox og þáverandi kærasti hennar, Raffaele Sollecito, voru áður dæmd í 25 og 26 ára fangelsi fyrir að nauðga og myrða Meredith Kercher, en dómnum var áfrýjað og þeim sleppt eftir fjögurra ára afplánun.

En nú á Knox yfir höfði sér önnur réttarhöld vegna málsins. Reiknað er með að þau fari fram í fjarveru hennar, og verði hún dæmd gætu ítölsk yfirvöld reynt að fá hana framselda frá Bandaríkjunum, en hún er búsett í Seattle.

Luciano Ghirga, lögmaður Knox, segir skjólstæðing sinn virkilega áhyggjufullan vegna málsins, en réttarhöldin munu fara fram í borginni Flórens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×