Miðflokkurinn

Fréttamynd

Rjúfum kyrr­stöðu í vegaframkvæmdum um allt land

Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­vanda­mál heil­brigðis­kerfisins

Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar enda skatta­hækkanir?

Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­skilin mann­úð í hælisleitendamálum

Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­bjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu

Frambjóðendur ýmissa flokka stóðu fyrir kosningaveislu eða gleðskap í gærkvöldi í tilefni þess að vika er til alþingiskosninga. Ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir Project XD í Valhöll, Samfylkingin hélt fögnuð fyrir ungt jafnaðarfólk á skemmtistaðnum Hax á meðan Framsókn var í stuði á Bankastræti 5.

Lífið
Fréttamynd

Sig­mundur fjar­verandi allar at­kvæða­greiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er í gangi í Reykja­vík?

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ætla að ná flugi. Athygli vekur að staðan er hvergi verri í landsmálunum en í höfuðborginni sjálfri þar sem flokkurinn mælist með ríflega 12% fylgi.

Innherji
Fréttamynd

Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sunda­braut

Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. 

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn með þriggja prósenta fylgi í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

„Þú varst að tala um Klausturmálið!“

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segist hafa lært mikið af Klaustursmálinu. Ekki hafi verið rætt um það í lengri tíma en hann gerir engar athugasemdir við að það komi upp nú.

Lífið
Fréttamynd

Sig­mundur hafi viljað í kennslu­stund með nem­endum

Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. 

Innlent
Fréttamynd

Gætu kosið stra­tegískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum

Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. 

Innlent
Fréttamynd

„Fólki er frekar mis­boðið“

Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara besta stund kosninga­bar­áttunnar til þessa“

Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku­fræðingurinn Sig­mundur Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X undanfarna daga þar sem hann amast við kynhlutlausu máli og vitnar m.a. í grein sína „Pólitísk skemmdarverk á íslenskri tungu,“ sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lagskvíði Sjálf­stæðis­flokksins

Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar því að honum hafi verið vísað út

„Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“

Innlent
Fréttamynd

Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir

Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir.

Innlent