Mestu flokkaflakkararnir Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 02:05 Hér eru nokkrir af þeim sem hafa verið í hvað flestum flokkum. Jakob Frímann, Birgir Þórarins, Sigurjón Þórðar, Jón Gnarr, Karl Gauti og Óli Ísleifs. Minnkandi flokkshollusta í íslenskri pólitík og lítill munur á stefnumálum hefur gert það að verkum að stjórnmálamenn eru farnir að flakka í meiri mæli á milli flokka. En spurningin er hver er mesti flokkaflakkarinn? Vísir fjallaði í lok októbers um flokkaflakk ýmissa frambjóðanda sem bjóða sig fram í alþingiskosningum á morgun. Meðal þeirra sem skiptu um flokk fyrir þessar kosningar eru Jakob Frímann sem fór úr Flokki fólksins í Miðflokk, Lilja Rafney sem fór úr VG í Flokk fólksins og Sigríður Andersen sem fór úr Sjálfstæðisflokki í Miðflokk. Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli sagði skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum og vinstri-hægri-ásinn hafi verið mun skýrari. Nú þegar tíu flokkar eru í framboði þá sé oft sáralítill munur á flokkum í framboði. Flakkið ekki nýtt fyrirbæri Ef farið er langt aftur í tímann er til fjöldinn allur af þekktum nöfnum sem hafa verið í fleiri en einum flokki. Ólafur Ragnar Grímsson klauf sig frá Framsóknarflokknum með Möðruvallarhreyfingunni 1974 og gekk svo til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna áður en hann fór í Alþýðubandalagið 1977. Þá klauf Albert Guðmundsson sig frá Sjálfstæðisflokki með Borgaraflokknum 1987. Svo klauf Jóhanna Sigurðardóttir sig úr Alþýðuflokknum 1994 og stofnaði Þjóðvaka sem var á endanum einn af stofnflokkum Samfylkingarinnar. Ólafur Ragnar, Jóhanna og Albert voru öll í fleiri en einum flokk.Alþingi Maður getur nú samt varla talist almennilegur flokkaflakkari ef maður hefur bara verið í tveimur flokkum. Vísir hefur því tekið saman stjórnmálamenn sem hafa verið í þremur flokkum eða meira. Hér verða þó bara skoðaðir þeir sem eru í framboði til Alþingis í ár. Farið verður á milli kjördæma og byrjað í Reykjavík norður. Umfjöllunin er að mestu leyti unnin upp úr gögnum af vefnum kosningasaga.wordpress.com sem er frábær upplýsingasíða um kosningar á Íslandi. Þar má lesa um Alþingis, sveitastjórnar- og forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur, framboðslista og annað kosningatengt. Konungur flakkaranna, allavega einn þeirra Jakob Frímann Magnússon er þekktastur fyrir þátt sinn í Stuðmönnum en hann hefur tekið töluverðan þátt í stjórnmálum. Ólst að eigin sögn upp í Alþýðuflokknum og tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík árið 1999 og endaði í 9. sæti. Fjórum árum síðar fékk hann 7. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður og var varaþingmaður flokksins. Jakob Frímann Magnússon íhugaði framboð til forseta fyrr á árinu en bauð sig í staðinn fram fyrir Miðflokkinn.Vísir/Arnar Hann fékk þó nóg af því að vera svona neðarlega og fékk oddvitasæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2007. Hins vegar hann komst hann ekki á þing þar sem flokkurinn fékk rúm þrjú prósent og engan þingmann. Hann vann síðan sem miðborgarstjóri í tíu ár frá 2008 til 2018 og dúkkaði aftur upp sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Þegar kom í ljós að hann fengi ekki að halda oddvitasæti sínu færði hann sig yfir í Miðflokkinn og er þar núna í 2. sæti á eftir Sigríði Andersen. Sennilega er Jakob Frímann konungur flokkaflakkaranna með fjóra flokka á ferilskránni. Það er þó annar maður í sama kjördæmi sem er ekki langt undan. Öll vötn renna til Sjálfstæðisflokks Það er Jón Magnússon sem er í 6. sæti Sjálfstæðisflokksins og hefur verið í þremur flokkum. Upphaflega var hann í Sjálfstæðisflokki og var meðal annars formaður bæði Heimdallar og SUS. Hann var varaþingmaður flokksins í nokkur skipti frá 1984 til 1988. Jón Magnússon er snúinn aftur í Sjálfstæðisflokkinn. Það síðasta sem fréttist af honum var að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður sakaði hann um að vera transfóbískan rasista. Hann gekk síðan úr flokknum 2002 og stofnaði Nýjan vettvang. Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningum 2003 og var Jón oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Nýtt afl fékk hins vegar bara tæplega eitt prósent í kosningunum. Árið 2006 sameinaðist Nýtt afl Frjálslynda flokknum að frumkvæði Jóns og var hann oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2007 og var kjörinn þingmaður. Hins vegar fékk hann greinilega nóg og gekk aftur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn undir lok kjörtímabilsins 2009. Hann tók svo þátt í prófkjöri fyrir kosningarnar sama ár en hlaut ekki brautargengi. Nú er hann kominn aftur á listann. Tveir öflugir, hvor sínum megin á ásnum Þá má nefna tvo aðra í kjördæminu sem hafa verið í þremur flokkum. Annars vegar Ragnar Þór Ingólfsson sem nú er oddviti Flokks fólksins. Hann var í 4. sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í Suðurkjördæmi árið 2009 þegar flokkurinn fékk fjóra þingmenn. Svo var hann oddviti Dögunar í Suðvesturkjördæmi árið 2016 en flokkurinn fékk aðeins 1,73 prósent. Hins vegar er það Baldur Borgþórsson sem er oddviti Lýðræðisflokksins. Hann var í þriðja sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2017 og var síðan varaborgarfulltrúi Vigdísar Hauksdóttur frá 2018 til 2021. Hann sagði sig þá úr Miðflokknum og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn, tók þar þátt í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 en hlaut ekki framgang. Það er spurning hvort Ragnar og Baldur haldi tryggð í þetta skiptið. Besti flokkurinn, Björt Framtíð, (Samfylking), Viðreisn Í hinu Reykjavíkurkjördæminu er annar öflugur flakkari, Jón Gnarr. Hann er núna í 2. sæti fyrir Viðreisn en er auðvitað þekktastur fyrir að hafa orðið borgarstjóri Besta flokksins árið 2010. Besti flokkurinn varð síðan að Bjartri framtíð og tók hann 5. sæti á lista þess flokk í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013 áður en hann yfirgaf flokkinn í fússi. Eftir það liðu mörg ár áður en hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna, mætti á landsfund flokksins og var í 45. sæti í borgarstjórnarkosningunum 2022. Jón Gnarr og Diljá Ámundadóttir Zoega hafa fylgst að í flokkaflakki.Viðreisn Flokksfélagi hans er Diljá Ámundadóttir Zöega, sem er í 4. sæti, en hún bauð sig fram fyrir Bjarta framtíð í sitt hvor Reykjavíkurkjördæminu 2016 og 2017. Þar áður var hún í 10. sæti á lista Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014 og í 10. sæti á lista Besta flokksins 2010. Ef sæti neðar á listum eru skoðuð má finna Helgu Þórðardóttur sem er í fjórða sæti Flokks fólksins. Hún var oddviti Dögunar árið 2016 og hafði þar áður boðið sig fram fyrir Frjálslynda flokkinn í bæði alþingis- og borgarstjórnarkosningum. Aðrir áhugaverðir eru Þorleifur Friðriksson sem er nú í 20. sæti fyrir Sósíalista en hefur verið í framboðið fyrir Lýðræðisvaktina, VG og Alþýðubandalagið; Kjartan Eggertsson sem er í 5. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn en hefur áður boðið fram fyrir Frjálslynda flokkinn, Frjálslynd og óháða (í borgarstjórnarkosningunum 2006) og fyrir Framboð um heiðarleika og almannahagsmuni árið 2010. Helga Þórðardóttir var eitt sinn formaður Dögunar. Ungur jafnaðarmaður sem varð að frjálslyndum þingflokksformanni Ef farið er yfir í Kragann hittir maður fyrir Grétar Mar Jónsson sem er í þriðja sæti hjá Flokki fólksins. Hann er ekki ókunnugur Alþingi og sat þar fyrir Frjálslynda flokkinn frá 2007 til 2009 og var meðal annars formaður þingflokks. Grétar Mar Jónsson fæddist í Hafnarfirði og er með fiskimannapróf úr Stýrimannaskólanum.Alþingi Fyrir það var hann í Alþýðuflokknum, sat í stjórn Ungra jafnaðarmanna, var formaður Alþýðuflokksfélags Sandgerðis 1982–1997 og var í 10. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi 1987. Þá eru þeir Hörður Svavarsson og Böðvar Ingi Guðbjartsson eru sitthvorum megin á pólitíska ásnum, Hörður í Sósíalistum en Böðvar í Miðflokknum, en voru þó báðir á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði 2018. Hörður tók þátt í prófkjöri Nýs vettvangs fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990 og var í 6. sæti á lista Bjartar framtíðar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði 2014. Böðvar var í 14. sæti á lista Flokks heimilanna í Suðvesturkjördæmi 2013 og tvívegis á lista Bæjarlistans. Allaballi endaði í Flokki fólksins Norðvesturkjördæmið er skemmtilegt kjördæmi en það fámennasta af öllum kjördæmum. Þar virðist líka fæsta flokkaflakkara að finna. Þekktasta nafnið er án efa Lilja Rafney Magnúsdóttir sem skipar annað sæti Flokks fólksins og var þingmaður Vinstri grænna frá 2009 til 2021. Hún hafði verið í Vinstri grænum frá stofnun og þar áður í Alþýðubandalaginu þar sem hún var skipaði 2. sæti flokksins í Vestfjarðakjördæmi bæði 1991 og 1995. Lilja Rafney var ein af stofnendum Vinstri grænna. Hér er hún í gula lit Flokks fólksins áður en hún yfirgaf Vinstri græna.Vísir/Vilhelm Þarna eru líka aðrir minni spámenn: Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir er í 7. sæti fyrir Viðreisn og var áður í Dögun og Pírötum og Fannar Eyfjörð Skjaldarson sem er í 9. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn en var áður á lista Frjálslynda Lýðræðisflokksins 2021 (sem Guðmundur Franklín stofnaði) og neðarlega á lista Miðflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018. Flokkaflakkarar Flokks fólksins, sósíalisti og anarkisti Hitt kjördæmið fyrir norðan er Norðausturkjördæmi sem er með tveimur fleiri þingsæti og teygir sig frá Tröllaskaga að Fjarðabyggð. Sigurjón Þórðarson þegar hann var þingmaður Frjálslynda flokksins. Einn öflugasti flakkarinn þar er Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og oddviti Flokks fólksins. Hann var áður varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi og var þar áður oddviti Dögunar í Norðvesturkjördæmi 2016. Þá var hann alþingismaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi frá 2003 til 2007 og var svo formaður flokksins frá 2010 til 2012. Annar frambjóðandi Flokks fólksins var líka í Frjálslynda flokknum en það er Ásta Hafberg sem er í 11. sæti. Hún bauð sig fram fyrir Pírata í Reykjavík suður 2016, Dögun í Norðausturkjördæmi árið 2013 og var oddviti Frjálslynda flokksins í kjördæminu árið 2009. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir er þriðji frambjóðandi Flokks fólksins hér en hún skipar heiðurssæti listans. Hún bauð sig fram í 13. sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991, var kjörin bæjarfulltrúi fyrir lista Sjálfstæðismanna og annarra framfarasinnaðra Ólafsfirðinga bæði 1998 og 2002 og var síðan í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð 2006. Þá eru tveir á öðrum listum sem mætti nefna. Þorsteinn Bergsson er oddviti Sósíalista, var oddviti Alþýðufylkingarinnar 2017, í 2. sæti á lista Regnbogans árið 2013 og neðar á lista Vinstri grænna 2009 og 2007. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir er í 9. sæti á lista Pírata en hefur áður boðið sig fram fyrir Lýðræðisvaktina 2013 og lista Anarkista á Íslandi 1999. Frá vinstri: Sigríður Lára, Þorsteinn Bergsson og Ásta Hafberg. Bubbi og Miðflokksmennirnir Síðasta kjördæmið er Suðurkjördæmi, Suðurríki Íslands þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa lengst af ráðið lofum og lögum. Miðflokkurinn hefur á síðustu árum orðið nokkuð sterkur þar. Einn maður sem hefur verið í öllum þremur flokkum er Birgir Þórarinsson. Hann bauð sig fyrst fram fyrir Framsóknarflokkinn árið 2003 og var þá í 11. sæti. Árið 2009 náði hann 3. sæti og var varaþingmaður en komst ekki á blað 2013. Birgir Þórarinsson fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningarnar 2021 og sagði Klaustursmálið hafa haft mikil áhrif.Vísir/Vilhelm Hann elti síðan Sigmund Davíð í Miðflokkinn og var oddviti þess flokks árið 2021. Hann sló síðan Íslandsmet í liðhlaupi og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk strax eftir kosningar. Hann laut síðan í lægra haldi fyrir Ingveldi Önnu Sigurðardóttur í uppstillingu og sætti sig við 20. sæti. Gamlir kollegar hans úr Miðflokknum eru Klaustursdrengirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Karl er oddviti Miðflokks en Ólafur í þriðja sæti. Þeir voru báðir í Flokki fólksins frá 2017 til 2021 en færðu sig yfir í Miðflokk eftir Klaustur. Þar áður höfðu þeir verið viðloðnir Sjálfstæðisflokkinn á tíunda áratugnum. Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson á þingi árið 2019.Vísir/Vilhelm Utan Miðflokksmanna eru flestallir flakkararnir neðarlega á lista fyrir utan einn. Það er Guðbrandur Einarsson, eða Bubbi, sem er oddviti Viðreisnar. Hann var á lista Jafnaðar- og félagshyggjufólks í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ 1998, var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna 2002 og fyrir sameiginlegan lista Framsóknarflokks og Samfylkingar 2006. Þá hefur hann verið bæjarfulltrúi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ frá 2014. Guðbrandur Einarsson hefur verið bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ um árabil.Vísir/Vilhelm Það er kannski smá svindl að hafa hann af því hann hefur í raun bara verið í Samfylkingu og Viðreisn og svo hinum ýmsu samsteypuframboðum en við leyfum honum samt að vera með. En þar með lýkur þessari upptalningu á flokkaflökkurum. Hver er niðurstaðan? Jakob Frímann hlýtur að teljast öflugasti flakkarinn. Jón Gnarr var vissulega líka í fjórum flokkum en í tvö skipti neðarleg til stuðnings. Þar á eftir má nefna Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Ragnar Þór, Baldur Borgþórs og Birgir Þórarins. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Fréttaskýringar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vísir fjallaði í lok októbers um flokkaflakk ýmissa frambjóðanda sem bjóða sig fram í alþingiskosningum á morgun. Meðal þeirra sem skiptu um flokk fyrir þessar kosningar eru Jakob Frímann sem fór úr Flokki fólksins í Miðflokk, Lilja Rafney sem fór úr VG í Flokk fólksins og Sigríður Andersen sem fór úr Sjálfstæðisflokki í Miðflokk. Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli sagði skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum og vinstri-hægri-ásinn hafi verið mun skýrari. Nú þegar tíu flokkar eru í framboði þá sé oft sáralítill munur á flokkum í framboði. Flakkið ekki nýtt fyrirbæri Ef farið er langt aftur í tímann er til fjöldinn allur af þekktum nöfnum sem hafa verið í fleiri en einum flokki. Ólafur Ragnar Grímsson klauf sig frá Framsóknarflokknum með Möðruvallarhreyfingunni 1974 og gekk svo til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna áður en hann fór í Alþýðubandalagið 1977. Þá klauf Albert Guðmundsson sig frá Sjálfstæðisflokki með Borgaraflokknum 1987. Svo klauf Jóhanna Sigurðardóttir sig úr Alþýðuflokknum 1994 og stofnaði Þjóðvaka sem var á endanum einn af stofnflokkum Samfylkingarinnar. Ólafur Ragnar, Jóhanna og Albert voru öll í fleiri en einum flokk.Alþingi Maður getur nú samt varla talist almennilegur flokkaflakkari ef maður hefur bara verið í tveimur flokkum. Vísir hefur því tekið saman stjórnmálamenn sem hafa verið í þremur flokkum eða meira. Hér verða þó bara skoðaðir þeir sem eru í framboði til Alþingis í ár. Farið verður á milli kjördæma og byrjað í Reykjavík norður. Umfjöllunin er að mestu leyti unnin upp úr gögnum af vefnum kosningasaga.wordpress.com sem er frábær upplýsingasíða um kosningar á Íslandi. Þar má lesa um Alþingis, sveitastjórnar- og forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur, framboðslista og annað kosningatengt. Konungur flakkaranna, allavega einn þeirra Jakob Frímann Magnússon er þekktastur fyrir þátt sinn í Stuðmönnum en hann hefur tekið töluverðan þátt í stjórnmálum. Ólst að eigin sögn upp í Alþýðuflokknum og tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík árið 1999 og endaði í 9. sæti. Fjórum árum síðar fékk hann 7. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður og var varaþingmaður flokksins. Jakob Frímann Magnússon íhugaði framboð til forseta fyrr á árinu en bauð sig í staðinn fram fyrir Miðflokkinn.Vísir/Arnar Hann fékk þó nóg af því að vera svona neðarlega og fékk oddvitasæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2007. Hins vegar hann komst hann ekki á þing þar sem flokkurinn fékk rúm þrjú prósent og engan þingmann. Hann vann síðan sem miðborgarstjóri í tíu ár frá 2008 til 2018 og dúkkaði aftur upp sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Þegar kom í ljós að hann fengi ekki að halda oddvitasæti sínu færði hann sig yfir í Miðflokkinn og er þar núna í 2. sæti á eftir Sigríði Andersen. Sennilega er Jakob Frímann konungur flokkaflakkaranna með fjóra flokka á ferilskránni. Það er þó annar maður í sama kjördæmi sem er ekki langt undan. Öll vötn renna til Sjálfstæðisflokks Það er Jón Magnússon sem er í 6. sæti Sjálfstæðisflokksins og hefur verið í þremur flokkum. Upphaflega var hann í Sjálfstæðisflokki og var meðal annars formaður bæði Heimdallar og SUS. Hann var varaþingmaður flokksins í nokkur skipti frá 1984 til 1988. Jón Magnússon er snúinn aftur í Sjálfstæðisflokkinn. Það síðasta sem fréttist af honum var að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður sakaði hann um að vera transfóbískan rasista. Hann gekk síðan úr flokknum 2002 og stofnaði Nýjan vettvang. Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningum 2003 og var Jón oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Nýtt afl fékk hins vegar bara tæplega eitt prósent í kosningunum. Árið 2006 sameinaðist Nýtt afl Frjálslynda flokknum að frumkvæði Jóns og var hann oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2007 og var kjörinn þingmaður. Hins vegar fékk hann greinilega nóg og gekk aftur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn undir lok kjörtímabilsins 2009. Hann tók svo þátt í prófkjöri fyrir kosningarnar sama ár en hlaut ekki brautargengi. Nú er hann kominn aftur á listann. Tveir öflugir, hvor sínum megin á ásnum Þá má nefna tvo aðra í kjördæminu sem hafa verið í þremur flokkum. Annars vegar Ragnar Þór Ingólfsson sem nú er oddviti Flokks fólksins. Hann var í 4. sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í Suðurkjördæmi árið 2009 þegar flokkurinn fékk fjóra þingmenn. Svo var hann oddviti Dögunar í Suðvesturkjördæmi árið 2016 en flokkurinn fékk aðeins 1,73 prósent. Hins vegar er það Baldur Borgþórsson sem er oddviti Lýðræðisflokksins. Hann var í þriðja sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2017 og var síðan varaborgarfulltrúi Vigdísar Hauksdóttur frá 2018 til 2021. Hann sagði sig þá úr Miðflokknum og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn, tók þar þátt í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 en hlaut ekki framgang. Það er spurning hvort Ragnar og Baldur haldi tryggð í þetta skiptið. Besti flokkurinn, Björt Framtíð, (Samfylking), Viðreisn Í hinu Reykjavíkurkjördæminu er annar öflugur flakkari, Jón Gnarr. Hann er núna í 2. sæti fyrir Viðreisn en er auðvitað þekktastur fyrir að hafa orðið borgarstjóri Besta flokksins árið 2010. Besti flokkurinn varð síðan að Bjartri framtíð og tók hann 5. sæti á lista þess flokk í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013 áður en hann yfirgaf flokkinn í fússi. Eftir það liðu mörg ár áður en hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna, mætti á landsfund flokksins og var í 45. sæti í borgarstjórnarkosningunum 2022. Jón Gnarr og Diljá Ámundadóttir Zoega hafa fylgst að í flokkaflakki.Viðreisn Flokksfélagi hans er Diljá Ámundadóttir Zöega, sem er í 4. sæti, en hún bauð sig fram fyrir Bjarta framtíð í sitt hvor Reykjavíkurkjördæminu 2016 og 2017. Þar áður var hún í 10. sæti á lista Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014 og í 10. sæti á lista Besta flokksins 2010. Ef sæti neðar á listum eru skoðuð má finna Helgu Þórðardóttur sem er í fjórða sæti Flokks fólksins. Hún var oddviti Dögunar árið 2016 og hafði þar áður boðið sig fram fyrir Frjálslynda flokkinn í bæði alþingis- og borgarstjórnarkosningum. Aðrir áhugaverðir eru Þorleifur Friðriksson sem er nú í 20. sæti fyrir Sósíalista en hefur verið í framboðið fyrir Lýðræðisvaktina, VG og Alþýðubandalagið; Kjartan Eggertsson sem er í 5. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn en hefur áður boðið fram fyrir Frjálslynda flokkinn, Frjálslynd og óháða (í borgarstjórnarkosningunum 2006) og fyrir Framboð um heiðarleika og almannahagsmuni árið 2010. Helga Þórðardóttir var eitt sinn formaður Dögunar. Ungur jafnaðarmaður sem varð að frjálslyndum þingflokksformanni Ef farið er yfir í Kragann hittir maður fyrir Grétar Mar Jónsson sem er í þriðja sæti hjá Flokki fólksins. Hann er ekki ókunnugur Alþingi og sat þar fyrir Frjálslynda flokkinn frá 2007 til 2009 og var meðal annars formaður þingflokks. Grétar Mar Jónsson fæddist í Hafnarfirði og er með fiskimannapróf úr Stýrimannaskólanum.Alþingi Fyrir það var hann í Alþýðuflokknum, sat í stjórn Ungra jafnaðarmanna, var formaður Alþýðuflokksfélags Sandgerðis 1982–1997 og var í 10. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi 1987. Þá eru þeir Hörður Svavarsson og Böðvar Ingi Guðbjartsson eru sitthvorum megin á pólitíska ásnum, Hörður í Sósíalistum en Böðvar í Miðflokknum, en voru þó báðir á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði 2018. Hörður tók þátt í prófkjöri Nýs vettvangs fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990 og var í 6. sæti á lista Bjartar framtíðar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði 2014. Böðvar var í 14. sæti á lista Flokks heimilanna í Suðvesturkjördæmi 2013 og tvívegis á lista Bæjarlistans. Allaballi endaði í Flokki fólksins Norðvesturkjördæmið er skemmtilegt kjördæmi en það fámennasta af öllum kjördæmum. Þar virðist líka fæsta flokkaflakkara að finna. Þekktasta nafnið er án efa Lilja Rafney Magnúsdóttir sem skipar annað sæti Flokks fólksins og var þingmaður Vinstri grænna frá 2009 til 2021. Hún hafði verið í Vinstri grænum frá stofnun og þar áður í Alþýðubandalaginu þar sem hún var skipaði 2. sæti flokksins í Vestfjarðakjördæmi bæði 1991 og 1995. Lilja Rafney var ein af stofnendum Vinstri grænna. Hér er hún í gula lit Flokks fólksins áður en hún yfirgaf Vinstri græna.Vísir/Vilhelm Þarna eru líka aðrir minni spámenn: Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir er í 7. sæti fyrir Viðreisn og var áður í Dögun og Pírötum og Fannar Eyfjörð Skjaldarson sem er í 9. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn en var áður á lista Frjálslynda Lýðræðisflokksins 2021 (sem Guðmundur Franklín stofnaði) og neðarlega á lista Miðflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018. Flokkaflakkarar Flokks fólksins, sósíalisti og anarkisti Hitt kjördæmið fyrir norðan er Norðausturkjördæmi sem er með tveimur fleiri þingsæti og teygir sig frá Tröllaskaga að Fjarðabyggð. Sigurjón Þórðarson þegar hann var þingmaður Frjálslynda flokksins. Einn öflugasti flakkarinn þar er Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og oddviti Flokks fólksins. Hann var áður varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi og var þar áður oddviti Dögunar í Norðvesturkjördæmi 2016. Þá var hann alþingismaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi frá 2003 til 2007 og var svo formaður flokksins frá 2010 til 2012. Annar frambjóðandi Flokks fólksins var líka í Frjálslynda flokknum en það er Ásta Hafberg sem er í 11. sæti. Hún bauð sig fram fyrir Pírata í Reykjavík suður 2016, Dögun í Norðausturkjördæmi árið 2013 og var oddviti Frjálslynda flokksins í kjördæminu árið 2009. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir er þriðji frambjóðandi Flokks fólksins hér en hún skipar heiðurssæti listans. Hún bauð sig fram í 13. sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991, var kjörin bæjarfulltrúi fyrir lista Sjálfstæðismanna og annarra framfarasinnaðra Ólafsfirðinga bæði 1998 og 2002 og var síðan í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð 2006. Þá eru tveir á öðrum listum sem mætti nefna. Þorsteinn Bergsson er oddviti Sósíalista, var oddviti Alþýðufylkingarinnar 2017, í 2. sæti á lista Regnbogans árið 2013 og neðar á lista Vinstri grænna 2009 og 2007. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir er í 9. sæti á lista Pírata en hefur áður boðið sig fram fyrir Lýðræðisvaktina 2013 og lista Anarkista á Íslandi 1999. Frá vinstri: Sigríður Lára, Þorsteinn Bergsson og Ásta Hafberg. Bubbi og Miðflokksmennirnir Síðasta kjördæmið er Suðurkjördæmi, Suðurríki Íslands þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa lengst af ráðið lofum og lögum. Miðflokkurinn hefur á síðustu árum orðið nokkuð sterkur þar. Einn maður sem hefur verið í öllum þremur flokkum er Birgir Þórarinsson. Hann bauð sig fyrst fram fyrir Framsóknarflokkinn árið 2003 og var þá í 11. sæti. Árið 2009 náði hann 3. sæti og var varaþingmaður en komst ekki á blað 2013. Birgir Þórarinsson fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningarnar 2021 og sagði Klaustursmálið hafa haft mikil áhrif.Vísir/Vilhelm Hann elti síðan Sigmund Davíð í Miðflokkinn og var oddviti þess flokks árið 2021. Hann sló síðan Íslandsmet í liðhlaupi og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk strax eftir kosningar. Hann laut síðan í lægra haldi fyrir Ingveldi Önnu Sigurðardóttur í uppstillingu og sætti sig við 20. sæti. Gamlir kollegar hans úr Miðflokknum eru Klaustursdrengirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Karl er oddviti Miðflokks en Ólafur í þriðja sæti. Þeir voru báðir í Flokki fólksins frá 2017 til 2021 en færðu sig yfir í Miðflokk eftir Klaustur. Þar áður höfðu þeir verið viðloðnir Sjálfstæðisflokkinn á tíunda áratugnum. Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson á þingi árið 2019.Vísir/Vilhelm Utan Miðflokksmanna eru flestallir flakkararnir neðarlega á lista fyrir utan einn. Það er Guðbrandur Einarsson, eða Bubbi, sem er oddviti Viðreisnar. Hann var á lista Jafnaðar- og félagshyggjufólks í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ 1998, var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna 2002 og fyrir sameiginlegan lista Framsóknarflokks og Samfylkingar 2006. Þá hefur hann verið bæjarfulltrúi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ frá 2014. Guðbrandur Einarsson hefur verið bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ um árabil.Vísir/Vilhelm Það er kannski smá svindl að hafa hann af því hann hefur í raun bara verið í Samfylkingu og Viðreisn og svo hinum ýmsu samsteypuframboðum en við leyfum honum samt að vera með. En þar með lýkur þessari upptalningu á flokkaflökkurum. Hver er niðurstaðan? Jakob Frímann hlýtur að teljast öflugasti flakkarinn. Jón Gnarr var vissulega líka í fjórum flokkum en í tvö skipti neðarleg til stuðnings. Þar á eftir má nefna Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Ragnar Þór, Baldur Borgþórs og Birgir Þórarins.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Fréttaskýringar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent