Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Má loksins tjá sig og hvatti til sameiningar

Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, segir að lítil sveitarfélög ráði orðið illa við þau verkefni sem þeim hefur verið falið. Þetta sagði Tryggvi á fundi um mögulega samningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Akureyri verði „svæðisborg“

Flokka ætti Akureyri sem „svæðisborg“ með skilgreinda ábyrgð og skyldur til að þjóna íbúa og atvinnulíf í landshlutanum samkvæmt tillögu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Byggða­sam­lög og svart­hol upp­lýsinganna

Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu.

Skoðun
Fréttamynd

Við kjörnir full­trúar vitum ekki allt best

Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Völdin heim í hérað

Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar munu milljón Íslendingar búa?

Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa?

Skoðun
Fréttamynd

Sigrar lýð­ræðisins

Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun.

Skoðun
Fréttamynd

Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð

Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með.

Innlent
Fréttamynd

Skaga­byggð hafnar sam­einingar­til­lögu

Ekkert verður úr sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að íbúar Skagabyggðar felldu sameiningartillögu í íbúakosningu í dag. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni.

Innlent
Fréttamynd

Skora á SÍS að „hysja upp um sig buxurnar“ og stytta vinnu­vikuna

Starfs­greina­sam­band Íslands (SGS) segir að Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga (SÍS) og sveitar­fé­lög vítt og breytt um landið hafi ekki sinnt því að inn­leiða styttingu vinnu­vikunnar sem samið var um í kjara­samningum í fyrra. Sam­bandið segir sveitar­fé­lögin fá „al­gera fall­ein­kunn“.

Innlent
Fréttamynd

Stytta bið­tíma barna í kerfinu

Ríkið hefur nú óskað eftir til­boðum í vinnu við þróun á nýjum mið­lægum gagna­grunni fyrir upp­lýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitar­fé­lög geta haft yfir­sýn og rekið barna­verndar­mál.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga

Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ísland ljóstengt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptastjóður standa fyrir kynningarfundi í dag um árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið er sagt hafa bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hag­ræðing í fækkun sveitar­fé­laga

Árið 2020 eru sveitarfélög á Íslandi 69 með Reykjavík. Árneshreppur á Vestfjörðum er minnsta sveitarfélagið með 43 íbúa skráða. Íbúafjöldi á Íslandi er skráður 368.792. Ef það er borið saman við Pankow-hverfið í Berlín þá eru 399,000 skráðir þar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­ætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voða­lega stolt af þessu“

Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­hæfð sund­fimi (e. synchronized swimming)

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði.

Skoðun
Fréttamynd

Handsöluðu samning um aukið starfsnám

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að efla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ sem segir að um stóreflingu sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“

Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar.

Innlent
Fréttamynd

Menntun í heima­byggð

Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Endurskipuleggja fjármál Strandabyggðar

Sveitarfélagið Strandabyggð fær þrjátíu milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga með samkomulagi sem það hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um fjárhagslega endurskipulagningu þess. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið þungur að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Barnamál, gæði þjónustu

Í umræðunni eru gæði þjónustu sveitarfélaga í málefnum barna. Skoðanir eru skiptar en ég vil benda á eftirfarandi.

Skoðun