Innlent

Sam­þykktu sam­einingu Langa­nes­byggðar og Sval­barðs­hrepps

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þórshöfn er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Langanesbyggð.
Þórshöfn er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm

Tillaga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í íbúakosningum í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu en ljóst er að íbúar voru nokkuð samstíga í afstöðu sinni til sameiningar. Í Langanesbyggð voru 73 prósent fylgjandi sameiningu en í Svalbarðshreppi 67 prósent.

Í Langanesbyggð kusu 204 af 344 á kjörskrá, eða kjörsókn upp á rúm 59 prósent. Kjörsókn í Svalbarðshreppi var hins vegar 74 prósent, þar sem 52 af 70 á kjörskrá kusu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×