Reykjavík síðdegis Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. Innlent 14.7.2022 16:06 Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. Innlent 1.7.2022 14:10 Mikil óþolinmæði í samfélaginu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. Innlent 30.6.2022 19:46 Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. Innlent 28.6.2022 19:08 Fátt um fína drætti í júlí en ágúst lofar góðu Rætt var við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing sem betur er þekktur sem Siggi Stormur, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að veðrið í júlí verði bland í poka. Besta veðrið verði líklegast á Suðurlandi um helgina og síðan á Norðurlandi helgina eftir. Innlent 28.6.2022 17:50 Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. Innlent 27.6.2022 19:00 Skaðleg efni leynast víða Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í þrávirkum efnum hjá Umhverfisstofnun segir PFAS efni leynast víða og geta valdið hinum ýmsu heilsukvillum eins og frjósemis- og skjaldkirtilsvandamálum. Innlent 23.6.2022 23:56 Óttast að verið sé að ganga of langt Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta. Innlent 22.6.2022 22:30 Ekki hægt að breyta skoðun sinni á Bitcoin þótt verðið fari upp eða niður Rafmyntir hafa tekið mikinn skell síðustu vikur í takt við hefðbundna hlutabréfamarkaði. Dæmi eru um að virði margra minni rafmynta sé orðið að engu en stærsta rafmyntin, Bitcoin, stendur nú í rúmum 22 þúsund dollurum. Bitcoin fór hæst í 69 þúsund dollara í nóvember á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.6.2022 00:03 „Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Innlent 14.6.2022 23:40 Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. Innlent 2.6.2022 23:02 Hugmyndir Simma fara illa í landsmenn Grein Sigmars Vilhjálmssonar, athafnamanns og formanns Atvinnufjelagsins, sem birtist á Vísi í gær virðist ekki hafa farið vel í landsmenn. Á netmiðlum hafa notendur keppst við að gagnrýna hugmyndir Sigmars og þurfti hann sjálfur að verja sig í kommentakerfum netmiðla. Innlent 2.6.2022 09:41 Broskarlar og hakakross gera atkvæðið ógilt Broskarl í stað X-ins á atkvæðaseðilinn á laugardag er ekki góð hugmynd ef atkvæðið á að telja. Dæmi eru um atkvæðaseðla í kjörkössum sem heftir hafa verið saman við blaðagreinar. Innlent 12.5.2022 22:17 Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. Tónlist 12.5.2022 12:00 „Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. Innlent 11.5.2022 09:08 Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Innlent 26.4.2022 20:30 „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. Innlent 19.4.2022 23:16 Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Innlent 11.4.2022 18:17 „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Innlent 30.3.2022 22:12 Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Innlent 29.3.2022 21:07 Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. Erlent 24.3.2022 23:14 „Hvar er þríeykið okkar sem teiknar upp kröftuga aðgerðaáætlun?“ Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar geðheilbrigðismál sem hún segir olnbogabarn innan heilbrigðiskerfisins. Innlent 16.3.2022 23:39 „Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“ Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. Innlent 10.3.2022 22:33 Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. Innlent 7.3.2022 21:35 „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. Innlent 23.2.2022 19:02 „Ég held að við eigum að aflétta öllu utan einangrunar“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist þeirrar skoðunar að aflétta eigi öllum sóttvarnaaðgerðum utan einangrunar. Hann telur að faraldrinum ljúki hér á landi í apríl. Innlent 10.2.2022 17:30 Samtal um þriðju vaktina er nauðsynlegt Frumkvæði eða skortur þar á er oft vandamál sem kemur upp hjá pörum segir Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í viðtali hjá Reykjavík síðdegis. Hinn aðilinn þarf að vera viljugur til þess að taka þátt í verkefnum innan heimilisins til þess að finna jafnvægi sem hentar öllum en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Lífið 10.2.2022 14:32 „Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. Innlent 8.2.2022 20:31 Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. Innlent 7.2.2022 20:16 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 15 ›
Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. Innlent 14.7.2022 16:06
Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. Innlent 1.7.2022 14:10
Mikil óþolinmæði í samfélaginu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. Innlent 30.6.2022 19:46
Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. Innlent 28.6.2022 19:08
Fátt um fína drætti í júlí en ágúst lofar góðu Rætt var við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing sem betur er þekktur sem Siggi Stormur, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að veðrið í júlí verði bland í poka. Besta veðrið verði líklegast á Suðurlandi um helgina og síðan á Norðurlandi helgina eftir. Innlent 28.6.2022 17:50
Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. Innlent 27.6.2022 19:00
Skaðleg efni leynast víða Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í þrávirkum efnum hjá Umhverfisstofnun segir PFAS efni leynast víða og geta valdið hinum ýmsu heilsukvillum eins og frjósemis- og skjaldkirtilsvandamálum. Innlent 23.6.2022 23:56
Óttast að verið sé að ganga of langt Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta. Innlent 22.6.2022 22:30
Ekki hægt að breyta skoðun sinni á Bitcoin þótt verðið fari upp eða niður Rafmyntir hafa tekið mikinn skell síðustu vikur í takt við hefðbundna hlutabréfamarkaði. Dæmi eru um að virði margra minni rafmynta sé orðið að engu en stærsta rafmyntin, Bitcoin, stendur nú í rúmum 22 þúsund dollurum. Bitcoin fór hæst í 69 þúsund dollara í nóvember á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.6.2022 00:03
„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Innlent 14.6.2022 23:40
Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. Innlent 2.6.2022 23:02
Hugmyndir Simma fara illa í landsmenn Grein Sigmars Vilhjálmssonar, athafnamanns og formanns Atvinnufjelagsins, sem birtist á Vísi í gær virðist ekki hafa farið vel í landsmenn. Á netmiðlum hafa notendur keppst við að gagnrýna hugmyndir Sigmars og þurfti hann sjálfur að verja sig í kommentakerfum netmiðla. Innlent 2.6.2022 09:41
Broskarlar og hakakross gera atkvæðið ógilt Broskarl í stað X-ins á atkvæðaseðilinn á laugardag er ekki góð hugmynd ef atkvæðið á að telja. Dæmi eru um atkvæðaseðla í kjörkössum sem heftir hafa verið saman við blaðagreinar. Innlent 12.5.2022 22:17
Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. Tónlist 12.5.2022 12:00
„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. Innlent 11.5.2022 09:08
Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Innlent 26.4.2022 20:30
„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45
Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. Innlent 19.4.2022 23:16
Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Innlent 11.4.2022 18:17
„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Innlent 30.3.2022 22:12
Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Innlent 29.3.2022 21:07
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. Erlent 24.3.2022 23:14
„Hvar er þríeykið okkar sem teiknar upp kröftuga aðgerðaáætlun?“ Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar geðheilbrigðismál sem hún segir olnbogabarn innan heilbrigðiskerfisins. Innlent 16.3.2022 23:39
„Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“ Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. Innlent 10.3.2022 22:33
Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. Innlent 7.3.2022 21:35
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. Innlent 23.2.2022 19:02
„Ég held að við eigum að aflétta öllu utan einangrunar“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist þeirrar skoðunar að aflétta eigi öllum sóttvarnaaðgerðum utan einangrunar. Hann telur að faraldrinum ljúki hér á landi í apríl. Innlent 10.2.2022 17:30
Samtal um þriðju vaktina er nauðsynlegt Frumkvæði eða skortur þar á er oft vandamál sem kemur upp hjá pörum segir Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í viðtali hjá Reykjavík síðdegis. Hinn aðilinn þarf að vera viljugur til þess að taka þátt í verkefnum innan heimilisins til þess að finna jafnvægi sem hentar öllum en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Lífið 10.2.2022 14:32
„Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. Innlent 8.2.2022 20:31
Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. Innlent 7.2.2022 20:16