Lífið

Sagði upp stöðu fjármálastjóra og er nú hamingjusamur sem þjónn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Héðinn Sveinbjörnsson.
Héðinn Sveinbjörnsson. Aðsent

Héðinn Sveinbjörnsson var fjármálastjóri hjá Reykjavíkurborg en tók u-beygju í lífinu og starfar nú sem þjónn í Grundarfirði. Allt í þágu hamingjunnar. 

„Sólarhringurinn er ekki þess virði ef maður er að horfa á alltaf hið neikvæða og svo framvegis. Ég reyni að finna ljósu pnktana í lífinu,“ sagði Héðinn kátur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann var orðinn leiður og stressaður í fyrra starfi og byrjaður að auka drykkjuna en ákvað að skila inn uppsagnarbréfi í febrúar árið 2020, skömmu áður en heimsfaraldurinn skall á.

„En ég stóð fast á mínu og ákvað að hætta og ætlaði að láta lífið og tilveruna stjórna því hvað ég myndi gera.“

Vinur Héðins á veitingastað í Grundarfirði og vantaði starfsfólk og Héðinn stökk þá á tækifærið. Hann vinnur þar enn og er ánægður að hafa tekið þetta skref. 

„Auðvitað nötraði ég þegar ég afhenti uppsagnarbréfið af því að ég var að gera eitthvað stórt skref.“

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×