Skattar og tollar

Fréttamynd

„Gamaldags skattahækkun“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar kasta á milli sín heitri (franskri) kar­töflu

Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka lág­mark bif­reiða- og vöru­gjalda

Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár.

Bílar
Fréttamynd

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur
Fréttamynd

Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs.

Innlent
Fréttamynd

Eim­skip fær ekki að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Ef eitt­hvað væri að marka Bjarna

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum viðskiptakálfs Morgunblaðsins um skattamál á miðvikudaginn. Frásögn blaðsins endar svona:

Skoðun
Fréttamynd

Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Neytendur
Fréttamynd

Mesta rán Ís­lands­sögunnar

Ég ætla að byrja á að segja ykkur sögu nýfrjálshyggjunnar. Sagan byrjar þar sem hin ríku lofa ykkur að skattalækkanir til þeirra sjálfra muni bæta hag allra. Málið er að við förum betur með fé en allir aðrir. Þess vegna erum við rík.

Skoðun
Fréttamynd

Hinir raun­veru­legu styrk­þegar ríkis­sjóðs

Það má líta á það sem styrk til hinna tekjuhæstu að skattleggja fjármagnstekjur minna en launatekjur. Stjórnvöld ákveða að meginþorri fólks skulu skattlagður með tilteknum hætti en síðan að lítill hluti landsmanna skuli skattlagður minna.

Skoðun
Fréttamynd

Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“

Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna.

Neytendur
Fréttamynd

Skatt­kerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitar­fé­lög

Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar.

Skoðun
Fréttamynd

Skattkerfið hygli þeim tekjuháu

Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid

Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði.

Lífið