Spánverji lagði hundruð milljóna króna inn á þrjár íslenskar konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2023 11:38 Málið verður þingfest um miðjan nóvember við Héraðsdóm Suðurlands. Tvær konur af þremur eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Vísir/Arnar Þrjár íslenskar konur eru sakaðar um að hafa þegið samanlagt á þriðja hundrað milljóna króna frá erlendum karlmanni og ekki gefið upp. Ein kvennanna segir að um lán hafi verið að ræða sem þegar hafi verið endurgreitt. Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira