Viðskipti innlent

Haraldur Ingi tekju­hæsti Ís­lendingurinn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Haraldur hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum.
Haraldur hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm

Haraldur Ingi Þorleifsson er tekjuhæsti Íslendingurinn. Hann var með um 46 milljónir króna á mánuði á síðasta ári.

Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi.

Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno sem hann seldi til samfélagsmiðlarisans Twitter árið 2021. Hann starfaði síðan hjá Twitter þangað til fyrr á þessu ári.

Haraldur hefur komið víða við, svo sem með stofnun veitingastaðarins Önnu Jónu til heiðurs móður sinni heitinni. Einnig hefur hann stutt dyggilega við rampaverkefnið til að auka aðgengi fólks sem notar hjólastól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×