Samgönguslys Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. Innlent 16.5.2024 11:42 Slapp við meiðsli á höfði og hrygg Mikil mildi var að rúmlega fertug kona slasaðist ekki lífshættulega þegar ekið var á kyrrstæðan bíl hennar á Suðurlandsvegi síðdegis á mánudag. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fyrir hendingu var í loftinu á æfingu þegar útkallið barst. Innlent 16.5.2024 07:00 Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. Innlent 16.5.2024 06:23 Fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir árekstur Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir tveggja bíla árekstur á þjóðvegi eitt austur af Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Innlent 13.5.2024 16:59 Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Innlent 13.5.2024 12:22 Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. Innlent 13.5.2024 09:29 Einn fluttur eftir þriggja bíla árekstur Einn var fluttur á sjúkrahús með verk í baki eftir þriggja bíla árekstur á Ásbraut í Hafnarfirði um klukkan 13. Innlent 10.5.2024 13:27 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. Innlent 10.5.2024 09:58 Tveir fluttir á Landspítala eftir árekstur á mótorkrossbrautinni í Mosfellsbæ Slys átti sér stað á mótorkrossbrautinni í Mosfellsbæ í gærkvöldi þar sem tveir einstaklingar skullu saman. Voru þeir fluttir á Landspítala til skoðunar. Innlent 10.5.2024 06:29 Fjögurra bíla árekstur efst í Ártúnsbrekku Fjögurra bíla árekstur varð síðdegis í dag efst í Ártúnsbrekku á Miklubraut. Eitthvað tjón varð á bifreiðum, en draga þurfti tvær þeirra af vettvangi. Lítil sem engin slys urðu á fólki. Innlent 8.5.2024 17:45 Segja varkárni ávallt hafa verið Haraldi efst í huga Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. Innlent 6.5.2024 15:54 Hafi mögulega reynt að lenda á ísilögðu vatninu Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu. Innlent 6.5.2024 11:26 „Lífið heldur áfram eftir svona áfall“ Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu. Innlent 4.5.2024 09:01 Nokkurra bíla árekstur á Miklubraut Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á Miklubraut á leiðinni í austurátt um klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá lá eitt mótorhjól sömuleiðis á götunni. Innlent 30.4.2024 15:36 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 19:47 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. Innlent 24.4.2024 19:29 Skemmtiferðaskip um tíu metrum frá strandi við Viðey Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd. Innlent 24.4.2024 17:52 Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Innlent 24.4.2024 16:46 Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði Umferð um Eyjafjarðarbraut eystri hefur verið lokað á milli Syðri Tjarna og Ytri Tjarna vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Tveir voru í bílnum. Innlent 24.4.2024 15:04 Tvö flutt á slysadeild eftir bílveltu Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. Innlent 18.4.2024 08:14 Ölfusárbrú opnuð á ný eftir harðan aftanáakstur Umferð um Ölfusárbrú er lokuð eftir harða aftanákeyrslu rétt fyrir klukkan hálf tólf í dag. Bílarnir eru mikið skemmdir en enginn er talinn alvarlega slasaður. Innlent 17.4.2024 11:44 Umferðaróhapp við Vesturlandsveg Einhverjar tafir eru á umferð við Vesturlandsveg eins og stendur. Útlit er fyrir að tveir bílar hafi rekist saman. Ekki er vitað hvort fólk hafi slasast. Innlent 17.4.2024 09:18 Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Innlent 16.4.2024 11:03 Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann. Innlent 12.4.2024 13:27 Árekstur í Ártúnsbrekkunni Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða. Innlent 8.4.2024 17:52 Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 11:37 Árekstur á Siglufjarðarvegi Tveir bílar rákust saman úr gagnstæðri átt á Siglufjarðarvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki voru alvarleg slys á fólki en bílarnir eru illa farnir. Innlent 29.3.2024 19:44 „Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. Innlent 28.3.2024 11:45 Hélt að pallurinn væri niðri og „þrumar á brúna og slítur hana niður“ Umferðaróhapp varð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun. Innlent 26.3.2024 09:52 Tveir fluttir með sjúkraflugi eftir harðan árekstur Harður árekstur varð á þjóðvegi 1 á fimmta tímanum í dag, um 20 kílómetra frá Blönduósi. Tveir voru fluttir slasaðir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Innlent 25.3.2024 21:04 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 43 ›
Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. Innlent 16.5.2024 11:42
Slapp við meiðsli á höfði og hrygg Mikil mildi var að rúmlega fertug kona slasaðist ekki lífshættulega þegar ekið var á kyrrstæðan bíl hennar á Suðurlandsvegi síðdegis á mánudag. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fyrir hendingu var í loftinu á æfingu þegar útkallið barst. Innlent 16.5.2024 07:00
Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. Innlent 16.5.2024 06:23
Fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir árekstur Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir tveggja bíla árekstur á þjóðvegi eitt austur af Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Innlent 13.5.2024 16:59
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Innlent 13.5.2024 12:22
Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. Innlent 13.5.2024 09:29
Einn fluttur eftir þriggja bíla árekstur Einn var fluttur á sjúkrahús með verk í baki eftir þriggja bíla árekstur á Ásbraut í Hafnarfirði um klukkan 13. Innlent 10.5.2024 13:27
Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. Innlent 10.5.2024 09:58
Tveir fluttir á Landspítala eftir árekstur á mótorkrossbrautinni í Mosfellsbæ Slys átti sér stað á mótorkrossbrautinni í Mosfellsbæ í gærkvöldi þar sem tveir einstaklingar skullu saman. Voru þeir fluttir á Landspítala til skoðunar. Innlent 10.5.2024 06:29
Fjögurra bíla árekstur efst í Ártúnsbrekku Fjögurra bíla árekstur varð síðdegis í dag efst í Ártúnsbrekku á Miklubraut. Eitthvað tjón varð á bifreiðum, en draga þurfti tvær þeirra af vettvangi. Lítil sem engin slys urðu á fólki. Innlent 8.5.2024 17:45
Segja varkárni ávallt hafa verið Haraldi efst í huga Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. Innlent 6.5.2024 15:54
Hafi mögulega reynt að lenda á ísilögðu vatninu Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu. Innlent 6.5.2024 11:26
„Lífið heldur áfram eftir svona áfall“ Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu. Innlent 4.5.2024 09:01
Nokkurra bíla árekstur á Miklubraut Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á Miklubraut á leiðinni í austurátt um klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá lá eitt mótorhjól sömuleiðis á götunni. Innlent 30.4.2024 15:36
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 28.4.2024 19:47
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. Innlent 24.4.2024 19:29
Skemmtiferðaskip um tíu metrum frá strandi við Viðey Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd. Innlent 24.4.2024 17:52
Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Innlent 24.4.2024 16:46
Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði Umferð um Eyjafjarðarbraut eystri hefur verið lokað á milli Syðri Tjarna og Ytri Tjarna vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Tveir voru í bílnum. Innlent 24.4.2024 15:04
Tvö flutt á slysadeild eftir bílveltu Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. Innlent 18.4.2024 08:14
Ölfusárbrú opnuð á ný eftir harðan aftanáakstur Umferð um Ölfusárbrú er lokuð eftir harða aftanákeyrslu rétt fyrir klukkan hálf tólf í dag. Bílarnir eru mikið skemmdir en enginn er talinn alvarlega slasaður. Innlent 17.4.2024 11:44
Umferðaróhapp við Vesturlandsveg Einhverjar tafir eru á umferð við Vesturlandsveg eins og stendur. Útlit er fyrir að tveir bílar hafi rekist saman. Ekki er vitað hvort fólk hafi slasast. Innlent 17.4.2024 09:18
Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Innlent 16.4.2024 11:03
Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann. Innlent 12.4.2024 13:27
Árekstur í Ártúnsbrekkunni Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða. Innlent 8.4.2024 17:52
Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 11:37
Árekstur á Siglufjarðarvegi Tveir bílar rákust saman úr gagnstæðri átt á Siglufjarðarvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki voru alvarleg slys á fólki en bílarnir eru illa farnir. Innlent 29.3.2024 19:44
„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. Innlent 28.3.2024 11:45
Hélt að pallurinn væri niðri og „þrumar á brúna og slítur hana niður“ Umferðaróhapp varð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun. Innlent 26.3.2024 09:52
Tveir fluttir með sjúkraflugi eftir harðan árekstur Harður árekstur varð á þjóðvegi 1 á fimmta tímanum í dag, um 20 kílómetra frá Blönduósi. Tveir voru fluttir slasaðir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Innlent 25.3.2024 21:04