Lenti með höfuðið á malbikinu þegar maður tók fram úr bílalest Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 17:00 Samsett mynd Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum. Atvikið endaði á þann veg að þegar að 50 til 100 metrar voru í bifreiðina sem nálgaðist óðfluga skelltist bifhjólið niður á hægri hliðina og hjálmur Guðmundar skrapaðist á malbikinu. Hann missti meðvitund við höggið en þegar hann vaknaði var ökumaður bifreiðarinnar horfin á brott. Guðmundur segir frá þessari raun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skammt frá Auðólfsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Sendi honum áreiðanlega fingurinn „Mæti ég fimm til sex bílalest og einum bíl sem var að taka fram úr lestinni á mínum vegarhelmingi. Vegrið var hægra megin svo að útafakstur var ómögulegur. Vinstra megin var svo téð lest svo að valmöguleikarnir fáir góðir. Skemmst frá að segja næ ég að gíra mig niður í þriðja gír og bremsa mig niður í malbik en þegar 50-100 metrar voru eftir í þennan fávita í framúrakstrinum skellti ég hjólinu niður á hægri hliðina (og sendi honum áreiðanlega fingurinn með vinstri) og hófst handa við að slétta gróft yfirborð þjóðvegarins með leðrinu og hjálminum,“ segir Guðmundur í Facebook- færslu sinni. Þegar hann vaknaði úr rotinu eftir höggið reif hann sig á fætur, losað restina af hjálminum af sér og spurði viðstadda hvort einhver hafði náð bílnúmerinu á ökutækinu sem var þá horfið af vettvangi. Að sögn sjónarvotta var bifreiðin með einkanúmer. Langidalur í Austur Húnavatnssýslu.Vísir/Vilhelm Ævinlega þakklátur þeim sem stöðvuðu Hann skilar hlýrri kveðju til fólksins sem stoppaði og hlúði að honum eftir að slysið átti sér stað og segist ævinlega þakklátur fyrir umhyggju þeirra, hlýju og velvild. Fólkið sem stöðvaði sé til marks um gæði mannverunnar í sinni tærustu mynd en ekki sé sömu sögu að segja um þann sem flúði vettvang. „Hinum megin á ásnum er svo auminginn sem varð valdur að slysinu, stakk af og skildi mig eftir með laskað hjólið, brotna hendi (þá vinstri) og verulega tætta þá hægri. Og jú sprungna vör, ónýtan hjálm og leður.“ Ólíðandi að fólk komist upp með að setja aðra í lífshættu Hann segist vera búin að tilkynna málið til lögreglunnar og vonast til þess að ökumaður bifreiðarinnar finnist sem fyrst. „Vil ég því kanna hér hvort að þeir vegfarendur sem voru á þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur síðasta sunnudagskvöld kannist við að hafa séð til þessa bíls, geti veitt lögreglunni (eða mér) upplýsingar um númerið eða annað sem leitt getur til þess að hann verði látinn standa skil gjörða sinna.“ Hann segir það ólíðandi að fólk keyri með þessum hætti og komist upp með það að setja aðra í lífshættu með glæfraskap sínum. Brotin skrokkur og fjárhagslegt tjón Guðmundur situr núna að eigin sögn uppi með brotinn skrokk, glataðan tíma, sálarró í molum og fjárhagslegt tjón sem má telja í hundruðum þúsunda króna. Hann segir mikilvægast að hafa upp á ökumanninum svo hann læri að haga sér almennilega í umferðinni. Hann bendir því á átak Sniglanna bifhjólasamtaka sem stuðlar að öryggi í umferðinni og beinir því til ökumanna að koma öll heil heim. Umferðaröryggi Samgönguslys Umferð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sniglar hægja á umferð Töluverð umferðarteppa myndaðist á Hringbraut í dag vegna hópaksturs bifhjólasamtakanna Snigla. 1. maí 2024 12:46 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Atvikið endaði á þann veg að þegar að 50 til 100 metrar voru í bifreiðina sem nálgaðist óðfluga skelltist bifhjólið niður á hægri hliðina og hjálmur Guðmundar skrapaðist á malbikinu. Hann missti meðvitund við höggið en þegar hann vaknaði var ökumaður bifreiðarinnar horfin á brott. Guðmundur segir frá þessari raun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skammt frá Auðólfsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Sendi honum áreiðanlega fingurinn „Mæti ég fimm til sex bílalest og einum bíl sem var að taka fram úr lestinni á mínum vegarhelmingi. Vegrið var hægra megin svo að útafakstur var ómögulegur. Vinstra megin var svo téð lest svo að valmöguleikarnir fáir góðir. Skemmst frá að segja næ ég að gíra mig niður í þriðja gír og bremsa mig niður í malbik en þegar 50-100 metrar voru eftir í þennan fávita í framúrakstrinum skellti ég hjólinu niður á hægri hliðina (og sendi honum áreiðanlega fingurinn með vinstri) og hófst handa við að slétta gróft yfirborð þjóðvegarins með leðrinu og hjálminum,“ segir Guðmundur í Facebook- færslu sinni. Þegar hann vaknaði úr rotinu eftir höggið reif hann sig á fætur, losað restina af hjálminum af sér og spurði viðstadda hvort einhver hafði náð bílnúmerinu á ökutækinu sem var þá horfið af vettvangi. Að sögn sjónarvotta var bifreiðin með einkanúmer. Langidalur í Austur Húnavatnssýslu.Vísir/Vilhelm Ævinlega þakklátur þeim sem stöðvuðu Hann skilar hlýrri kveðju til fólksins sem stoppaði og hlúði að honum eftir að slysið átti sér stað og segist ævinlega þakklátur fyrir umhyggju þeirra, hlýju og velvild. Fólkið sem stöðvaði sé til marks um gæði mannverunnar í sinni tærustu mynd en ekki sé sömu sögu að segja um þann sem flúði vettvang. „Hinum megin á ásnum er svo auminginn sem varð valdur að slysinu, stakk af og skildi mig eftir með laskað hjólið, brotna hendi (þá vinstri) og verulega tætta þá hægri. Og jú sprungna vör, ónýtan hjálm og leður.“ Ólíðandi að fólk komist upp með að setja aðra í lífshættu Hann segist vera búin að tilkynna málið til lögreglunnar og vonast til þess að ökumaður bifreiðarinnar finnist sem fyrst. „Vil ég því kanna hér hvort að þeir vegfarendur sem voru á þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur síðasta sunnudagskvöld kannist við að hafa séð til þessa bíls, geti veitt lögreglunni (eða mér) upplýsingar um númerið eða annað sem leitt getur til þess að hann verði látinn standa skil gjörða sinna.“ Hann segir það ólíðandi að fólk keyri með þessum hætti og komist upp með það að setja aðra í lífshættu með glæfraskap sínum. Brotin skrokkur og fjárhagslegt tjón Guðmundur situr núna að eigin sögn uppi með brotinn skrokk, glataðan tíma, sálarró í molum og fjárhagslegt tjón sem má telja í hundruðum þúsunda króna. Hann segir mikilvægast að hafa upp á ökumanninum svo hann læri að haga sér almennilega í umferðinni. Hann bendir því á átak Sniglanna bifhjólasamtaka sem stuðlar að öryggi í umferðinni og beinir því til ökumanna að koma öll heil heim.
Umferðaröryggi Samgönguslys Umferð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sniglar hægja á umferð Töluverð umferðarteppa myndaðist á Hringbraut í dag vegna hópaksturs bifhjólasamtakanna Snigla. 1. maí 2024 12:46 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Sniglar hægja á umferð Töluverð umferðarteppa myndaðist á Hringbraut í dag vegna hópaksturs bifhjólasamtakanna Snigla. 1. maí 2024 12:46