Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 15:42 Frá vettvangi árekstursins í Þverholti í Mosfellsbæ. Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög. Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.
Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira