Samgönguslys

Fréttamynd

Alvarlegt bílslys á Suður­lands­braut

Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Allir far­þegar slasaðir eftir harðan á­rekstur

Alvarlegt bílslys varð á Snæfellsvegi á þriðja tímanum í dag. Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir tvo bíla hafa lent saman, framan á hvor annan. Allir farþegar séu slasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt bíl­slys á Mýrum

Alvarlegt bílslys varð á Snæfellsnesvegi á þriðja tímanum í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út og lokað fyrir umferð á veginum í báðar áttir. Um er að ræða veginn frá Borgarnesi upp á Snæfellsnes.

Innlent
Fréttamynd

Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu

Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Gámur eyði­lagðist á Reykja­nes­braut

Hreinsunarstarf stendur nú yfir á Reykjanesbraut eftir að gámur, sem verið var að flytja á palli vörubíls, hafnaði undir brúnni milli Smiðjuhverfisins og Staldursins í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“

Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á ungan dreng við gangbraut á leið í skólann

Ungur drengur í Grindavík hlaut opið beinbrot á fæti þegar ekið var á hann þar sem hjólaði á leið í skólann í gærmorgun. Lögreglumaður minnir ökumenn á að hafa augun á veginum nú þegar börn um allt land streymi í skólana.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á mann á rafskútu

Ekið var á einstakling á rafskútu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar upp úr klukkan tólf í dag. Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Tengivagn á hliðina á hringtorgi

Tengivagn sem dreginn var af fóðurbíl fór á hliðina á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegs og Ásavegs í Mosfellsbæ skömmu fyrir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dekkið þeyttist yfir á öfugan vegar­helming og framan á bíl

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði klukkan hálf þrjú í gær. Hjólbarði losnaði af kerru sem bíll var með í eftirdragi, þeyttist yfir á öfugan vegarhelming og framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt, með þeim afleiðingum að fjórar bifreiðar skullu saman.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt um­ferðar­slys við Hval­fjarðar­göng

Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið.

Innlent