Innlent

Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Bíllinn ók á rúðu hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum.
Bíllinn ók á rúðu hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum. Vísir/Vilhelm

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi.

Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að um óviljaverk hafi verið að ræða. 

„Bara óhapp. Einhver ökumaður sem missti stjórn á bifreiðinni sinni þarna og keyrði á einhverja sjö, átta bíla áður en hann endaði þarna á rúðunni.“

Bílarnir komu misilla út úr árekstrinum.Vísir/Vilhelm

Þorsteinn segir að engin teljandi meiðsl hafi orðið á fólki. „Það fór betur en á horfðist,“ segir hann. 

Sömu sögu er ekki að segja um bílana sem ekið var á., tjónið á bílunum sé þó mismunandi mikið. Þá sé einnig eitthvað tjón á húsnæði þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins.

„Það er bara verið að vinna í því að fjarlægja þessa bíla og svona.“

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:26.

Bíllinn ók á rúðu hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum.Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×