Umferðaröryggi

Fréttamynd

Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um

Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni.

Innlent
Fréttamynd

Dropinn holar steininn

Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk haldi sig heima vegna ó­færðar

Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi

Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp.

Innlent
Fréttamynd

Ók á brott eftir að hafa ekið á konu

Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs.

Innlent
Fréttamynd

Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku

Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð

Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli.

Innlent
Fréttamynd

Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun

Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður.

Innlent
Fréttamynd

228 hraða­lækkandi til­lögur frá í­búum á kjör­tíma­bilinu

Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp.

Skoðun
Fréttamynd

Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir

Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lækkað há­marks­hraða á þessum götum borgarinnar

Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp.

Innlent