Umferðaröryggi Miklar tafir vegna áreksturs á Vesturlandsvegi Nokkurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi austan við Höfðabakka á sjötta tímanum í dag. Innlent 31.3.2022 17:45 Andstaða við skipulagðar umferðartafir Umferðatafir hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag, draga úr kaupmætti launa, skerða hagnað fyrirtækja, og draga þar af leiðandi úr tekjum ríkis og sveitarfélaga. Þá ganga umferðatafir á frítíma fólks og því ekki undarlegt að það sé almennt mótfallið vísvitandi umferðartöfum. Umræðan 29.3.2022 13:01 Virkt lýðræði og áhrif íbúa Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Skoðun 28.3.2022 08:01 Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27.3.2022 21:08 Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. Viðskipti innlent 22.3.2022 14:58 Varasöm gatnamót þar sem banaslys varð í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi. Innlent 21.3.2022 19:02 Þriggja bíla árekstur í fljúgandi hálku á Reykjanesbraut Þrír bílar skullu saman á Reykjanesbraut rétt í þessu. Sjúkraflutningalið er enn á vettvangi og gera má ráð fyrir töfum á umferð. Innlent 15.3.2022 18:38 Undirgöng fyrir reiðhjólafólk og gangandi kosta hálfan milljarð Undirgöng sem Vegagerðin og Garðabær áforma að gera á Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu kosta vel yfir hálfan milljarð króna, verði eina tilboðinu sem barst í verkið tekið. Ofan á það bætist undirbúnings-, hönnunar- og eftirlitskostnaður. Innlent 11.3.2022 15:45 Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst. Viðskipti innlent 10.3.2022 23:35 Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. Innlent 10.3.2022 14:02 Dropinn holar steininn Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð. Skoðun 9.3.2022 08:01 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. Innlent 6.3.2022 17:07 Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Innlent 3.3.2022 23:31 Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. Innlent 2.3.2022 22:09 Fangaði undarlegt aksturslag „sjálfskipaðrar löggu“ á myndband Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason varð vitni að heldur undarlegu aksturslagi bílstjóra sendiferðabifreiðar á Reykjanesbraut í dag. Hann greinir frá málinu á Facebook og birtir með myndband sem hann tók á myndavél í bílnum sínum. Innlent 25.2.2022 21:03 Fólk haldi sig heima vegna ófærðar Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld. Innlent 19.2.2022 18:55 Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp. Innlent 16.2.2022 18:32 Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Innlent 16.2.2022 10:40 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. Innlent 8.2.2022 22:01 Ók á brott eftir að hafa ekið á konu Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. Innlent 30.1.2022 07:14 Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs. Innlent 24.1.2022 17:47 Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. Innlent 23.1.2022 20:36 Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. Innlent 21.1.2022 18:36 Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning. Innlent 19.1.2022 20:00 Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. Innlent 30.12.2021 07:00 Loftorka átti lægsta boð í Ölfusi og Mosfellsbæ Annir gætu orðið hjá fyrirtækinu Loftorku Reykjavík ehf. við vegagerð næsta árið. Verktakinn átti lægsta boð í tveimur stórum útboðsverkum sem Vegagerðin opnaði fyrir jól. Viðskipti innlent 29.12.2021 14:22 Tuttugu og sex karlar og þrjár konur tekin fyrir akstur undir áhrifum um helgina Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Innlent 21.12.2021 14:04 Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. Innlent 20.12.2021 22:22 Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur þegar hann hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. Landsréttur dæmdi í málinu í gær og þyngdi dóm héraðsdóms talsvert. Innlent 18.12.2021 07:59 Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. Innlent 17.12.2021 20:29 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 28 ›
Miklar tafir vegna áreksturs á Vesturlandsvegi Nokkurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi austan við Höfðabakka á sjötta tímanum í dag. Innlent 31.3.2022 17:45
Andstaða við skipulagðar umferðartafir Umferðatafir hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag, draga úr kaupmætti launa, skerða hagnað fyrirtækja, og draga þar af leiðandi úr tekjum ríkis og sveitarfélaga. Þá ganga umferðatafir á frítíma fólks og því ekki undarlegt að það sé almennt mótfallið vísvitandi umferðartöfum. Umræðan 29.3.2022 13:01
Virkt lýðræði og áhrif íbúa Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Skoðun 28.3.2022 08:01
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27.3.2022 21:08
Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. Viðskipti innlent 22.3.2022 14:58
Varasöm gatnamót þar sem banaslys varð í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi. Innlent 21.3.2022 19:02
Þriggja bíla árekstur í fljúgandi hálku á Reykjanesbraut Þrír bílar skullu saman á Reykjanesbraut rétt í þessu. Sjúkraflutningalið er enn á vettvangi og gera má ráð fyrir töfum á umferð. Innlent 15.3.2022 18:38
Undirgöng fyrir reiðhjólafólk og gangandi kosta hálfan milljarð Undirgöng sem Vegagerðin og Garðabær áforma að gera á Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu kosta vel yfir hálfan milljarð króna, verði eina tilboðinu sem barst í verkið tekið. Ofan á það bætist undirbúnings-, hönnunar- og eftirlitskostnaður. Innlent 11.3.2022 15:45
Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst. Viðskipti innlent 10.3.2022 23:35
Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. Innlent 10.3.2022 14:02
Dropinn holar steininn Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð. Skoðun 9.3.2022 08:01
Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. Innlent 6.3.2022 17:07
Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Innlent 3.3.2022 23:31
Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. Innlent 2.3.2022 22:09
Fangaði undarlegt aksturslag „sjálfskipaðrar löggu“ á myndband Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason varð vitni að heldur undarlegu aksturslagi bílstjóra sendiferðabifreiðar á Reykjanesbraut í dag. Hann greinir frá málinu á Facebook og birtir með myndband sem hann tók á myndavél í bílnum sínum. Innlent 25.2.2022 21:03
Fólk haldi sig heima vegna ófærðar Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld. Innlent 19.2.2022 18:55
Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp. Innlent 16.2.2022 18:32
Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Innlent 16.2.2022 10:40
Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. Innlent 8.2.2022 22:01
Ók á brott eftir að hafa ekið á konu Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. Innlent 30.1.2022 07:14
Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs. Innlent 24.1.2022 17:47
Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. Innlent 23.1.2022 20:36
Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. Innlent 21.1.2022 18:36
Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning. Innlent 19.1.2022 20:00
Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. Innlent 30.12.2021 07:00
Loftorka átti lægsta boð í Ölfusi og Mosfellsbæ Annir gætu orðið hjá fyrirtækinu Loftorku Reykjavík ehf. við vegagerð næsta árið. Verktakinn átti lægsta boð í tveimur stórum útboðsverkum sem Vegagerðin opnaði fyrir jól. Viðskipti innlent 29.12.2021 14:22
Tuttugu og sex karlar og þrjár konur tekin fyrir akstur undir áhrifum um helgina Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Innlent 21.12.2021 14:04
Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. Innlent 20.12.2021 22:22
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur þegar hann hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. Landsréttur dæmdi í málinu í gær og þyngdi dóm héraðsdóms talsvert. Innlent 18.12.2021 07:59
Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. Innlent 17.12.2021 20:29