Markviss endurskoðun ökuprófa og ökunáms skilar sér í auknu umferðaröryggi Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 1. september 2022 10:00 Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun