Umferðaröryggi

Fréttamynd

Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi

Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls.

Innlent
Fréttamynd

Steinkast stútar sumrinu

Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts.

Skoðun
Fréttamynd

Nýbakaðir hjólhýsaeigendur ana út í umferðina án hliðarspegla

Samkvæmt Samgöngustofu hafa 381 hjólhýsi verið nýskráð í ár. Hvort fólk hafi réttindi til að aka með þyngri eftirvagna getur velt á því hvenær maður fékk fyrst ökuréttindi. Að sögn lögreglu gerist það einstaka sinnum að fólk keyri réttindalaust en það sé hins vegar farið að gerast í auknum mæli að fólk aki án hliðarspegla.

Innlent
Fréttamynd

Air­port Direct segir hegðun bílstjórans ó­á­sættan­lega

Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn

Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin.

Innlent
Fréttamynd

Fækkum slysum á raf­magns­hlaupa­hjólum

Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður.

Skoðun
Fréttamynd

Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi

Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls.

Innlent
Fréttamynd

Hol­óttir vegir plaga kjós­endur á Akra­nesi

Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdar­verkum

Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Mark­visst öku­nám skilar sér í hæfari öku­mönnum

Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú

Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­ferðar­hraði tekinn niður á Hvols­velli

Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Holu­fyllingar og fram­tíðar­sýn

Ástand vega er með verra móti nú eftir slæma veðratíð fyrstu mánuði ársins. Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni vegna skemmda á bílum sem rekja má til ástands vega og Vegagerðin hefur varla haft undan við að fylla í holur.

Skoðun
Fréttamynd

Til hvers eru lög og regla?

Flest þekkjum við eða höfum einhvern tíma heyrt dæmi um mjög undarleg lög eða reglu. Eitthvað sem er svo einkennilegt að við fyrstu sýn getur það varla verið raunverulegt. Eins og til dæmis rússnesku lögin frá árinu 2006 sem segja að ökumenn sem aka óhreinum bílum eigi að sekta fyrir athæfið.

Skoðun
Fréttamynd

Andstaða við skipulagðar umferðartafir

Umferðatafir hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag, draga úr kaupmætti launa, skerða hagnað fyrirtækja, og draga þar af leiðandi úr tekjum ríkis og sveitarfélaga. Þá ganga umferðatafir á frítíma fólks og því ekki undarlegt að það sé almennt mótfallið vísvitandi umferðartöfum.

Umræðan