Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 15:12 Ljóst er að átt hefur verið við rafhlaupahjólið. Grafík/SARA Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða. Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða.
Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31