Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Til­kynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent

Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári.  Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent.  Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Taktu skrefið

Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sókn hætt á meintum brotum Ramm­stein söngvarans

Rann­sókn á meintum kyn­ferðis­brotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljóm­sveitarinnar Ramm­stein, hefur verið hætt af sak­sóknara í Þýska­landi. Á­stæðan er að ekki fundust nægi­lega mikil sönnunar­gögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni.

Erlent
Fréttamynd

Nauðgunar­mál Finns ekki fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent
Fréttamynd

Albert sagður neita sök

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.

Innlent
Fréttamynd

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Vítalíu endan­lega felld niður

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur staðfest ákvörðun héraðssak­sókn­ara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Innlent
Fréttamynd

Venju­legar vin­konur

Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana.

Skoðun
Fréttamynd

Segir of­beldis­menn best geymda eina heima

Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir áríðandi að fólk sé vakandi fyrir ofbeldi eða mögulega hættulegum aðstæðu. Alltaf eigi að láta vita ef grunur sé um slíkt. Hún segir ofbeldismenn best geymda eina heima. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að nauðga dóttur sinni í­trekað

Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt

Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Finna reiðina og losa hana út í Druslu­göngunni

Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Ger­enda­­með­­virkni og normalí­­seríng grasseri enn

Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn.

Innlent