Innlent

Fimm ár, svefnlausar nætur en vonandi endapunktur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ragnhildur Eik segir blendnar tilfinningar fylgja niðurstöðu Landsréttar.
Ragnhildur Eik segir blendnar tilfinningar fylgja niðurstöðu Landsréttar. Vísir/Vilhelm

Ragn­hildur Eik Árna­dóttir, lög­maður og brota­þoli í máli Jóhannesar Tryggva­sonar, segir að sér sé létt eftir tíðindi úr Lands­rétti í dag. Dómur yfir Jóhannesi var þyngdur og hann dæmdur í á­tján mánaða fangelsi í stað tólf og til þess að greiða tvær milljónir króna í miska­bætur.

„Þetta er að sjálf­sögðu léttir. Þessu fylgir að sumu leyti líka skrítin til­finning. Þetta er spennu­fall, að sumu leyti smá tóm­leiki. Manni finnst eins og þetta ættu að vera ein­hvers­konar enda­lok en eftir situr þetta allt saman í manni ein­hvern veginn,“ segir Ragn­hildur í sam­tali við Vísi.

Hún tekur fram að hún fagni niður­stöðu Lands­réttar. Þetta hafi verið það sem hún vonaðist eftir, þó hún hafi samt alltaf líka óttast það versta.

„Ég vona að ég geti sett á­kveðinn punkt fyrir aftan þetta núna. Það eru fimm ár síðan ég kærði þetta og þetta er búið að vera rosa­lega langur tími, með rosa­lega mikilli bar­áttu,“ segir Ragn­hildur.

Hún segist vera eftir sig á þessari stundu. Dagarnir áður en dómur hafi verið kveðinn upp hafi verið sér erfiðir.

„Ég hef aðal­lega átt erfitt með að sofa, svona þegar maður veit að þessi dómur er að koma. En ég vona að ég muni geta lokað á það og haldið á­fram og að ég þurfi ekki að velta mér enda­laust upp úr þessu eisn og þetta er búið að vera svo­lítið undan­farin ár,“ segir Ragn­hildur.

„Ég bjóst ein­hvern veginn við því að maður myndi hrópa húrra og að allt yrði frá­bært. Svo er allt í einu raun­veru­leikinn bara smá öðru­vísi. Þannig að maður er kannski bara svo­lítið eftir sig. En nú ætla ég bara að njóta með fjöl­skyldunni og vona að þetta setji á­kveðinn punkt í þetta fyrir mig.“


Tengdar fréttir

Telja Sig­rúnu ekki hafa brotið siða­reglur lög­manna

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Mál­skots­beiðni með­höndlarans hafnað

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×