Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs

Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. 

Innlent
Fréttamynd

Af­neitum ekki hryðju­verkum

Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

Erum ein­fald­lega saman á báti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað.

Skoðun
Fréttamynd

Kannast ekki við úti­lokun Arnars

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Flokkur fólksins leggur til auknar á­lögur á skuld­setta

Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi?

Skoðun
Fréttamynd

„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Ellert Ei­ríks­son er látinn

Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skatt­greið­enda

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda.

Innlent
Fréttamynd

Sam­göngu­bætur eða átta milljarða krúnu­djásn

Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­tal fyrir at­kvæða­greiðslu hefði verið á­kjósan­legt

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir að betra samtal á milli hennar og utanríkisráðherra í aðdraganda atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi hefði verið ákjósanlegt. Málið sé þó alltaf á ábyrgð utanríkisráðherra. Hún segir vopnahlé á Gasa stóra málið. Það verði að tryggja það sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur

Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Í sveita síns and­lits

Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum.

Skoðun
Fréttamynd

Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu

Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín fékk tölvu­póst ellefu mínútum fyrir at­kvæða­greiðsluna

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu

Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. 

Innlent
Fréttamynd

„Á­hyggj­ur var­a­seðl­a­bank­a­stjór­a eru ó­þarf­ar ef út­gjald­a­regl­u verð­ur kom­ið á“

Áhyggjur varaseðlabankastjóra um að mikil aukning tekna ríkissjóðs umfram áætlanir fari sjálfkrafa í meiri útgjöld, sem hún vill leysa með sérstakri tekjureglu, eru „óþarfar“ ef þess í stað verður tekin upp útgjaldaregla í lögum um opinber fjármál, að sögn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Rannsóknir hafa sýnt að frumástæða hallarekstrar ríkissjóða sé framúrkeyrsla á útgjaldahlið en ekki skortur á tekjum.

Innherji
Fréttamynd

Vinstri beygju bjargað fyrir horn

Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann.

Skoðun