Kosningalag: Örþrifaráð eða snilldarútspil? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 19:09 Frambjóðendur freista þess að vinna hug og hjörtu kjósenda með kosningalagi. vísir Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba: Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba:
Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira