Genginn úr meirihlutasamstarfi vegna meints trúnaðarbrests Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 10:59 Meirihlutasamstarfið tórir enn að því er lesa má úr máli Einars Jóns Pálssonar oddvita. Vísir/Samsett Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira