Ísafjarðarbær

Fréttamynd

Bjartar sveiflur spila fyrir vestan

Hljómsveitin Bjartar sveiflur spilar á Vagninum á Flateyri um helgina. Rekstrarstjóri staðarins segir að sumarið hafi gengið vonum framar og að fallegt veður hafi líklega spilað stóra rullu í því.

Lífið
Fréttamynd

Öndin Búkolla hegðar sér eins og hundur

Ragnheiður Ólafsdóttir og Geir Magnússon, sem reka veitingastaðinn Vagninn á Flateyri, hafa tekið að sér æðarkollu sem heitir Búkolla. Ragnheiður segir að hún hegði sér að mörgu leyti eins og hundur enda alist upp með heimilishundunum.

Innlent
Fréttamynd

Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar

Hvalárvirkjun er lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets, Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár.

Skoðun
Fréttamynd

Efast um tölurnar í dómnum

Bróðir fatlaðs manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi forstöðumanns hjá Ísafjarðarbæ dregur í efa að upplýsingarnar sem koma fram í dómi héraðsdóms yfir forstöðumanninum séu réttar.

Innlent
Fréttamynd

Ungur drengur brenndist í Aðalvík á Hornströndum

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Nú síðast í Aðalvík eftir að tilkynning barst um að ungur drengur hafi brennst. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir í Öræfum ferðamann sem hafði slasast og lent í sjálfheldu við Svínafellsjökul í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarhátíðir haldnar um land allt

Nú fer í hönd ein stærsta ferðahelgi ársins en nóg er um að vera víða um land og eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Heilar sjö bæjarhátíðir fara fram helgina 6-.7. júlí í ár.

Lífið
Fréttamynd

Nafn starfsmanns Vegagerðarinnar sem lést

Maðurinn sem lést af slysförum þann 27. júní síðastliðinn þegar veghefill fór út af veginum upp á Ingjaldssandsvegi, Sandsheiði í Gerðhamarsdal, á Vestfjörðum hét Guðmundur S. Ásgeirsson.

Innlent
Fréttamynd

Vill verða ein af þeim bestu

Fyrir 12 árum lenti Arna Sigríður Albertsdóttir í skíðaslysi sem breytti lífi hennar. Hún lét mótlætið ekki stöðva sig og stundar handahjólreiðar af krafti í dag. Vellíðan sem fylgir íþróttinni veitir henni innblástur í að ná lengra.

Lífið
Fréttamynd

Banaslys á Ingjaldssandsvegi

Stjórnandi veghefils sem var við störf á Ingjaldssandvegi á Sandheiði í Gerðhamradal á Vestfjörðum lést í gær þegar veghefillinn hafnaði utan vegar.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um ógildingu leyfis til sjókvíaeldis í Dýrafirði hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð og hafnað kröfu um að ógilda ákvörðun Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að veita Artic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði.

Innlent