Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2019 20:43 Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00