Skilur ekki af hverju það er ekki búið að tryggja innanlandsflug eins og fyrirheit voru um Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 18:45 Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur. Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur.
Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08