Skilur ekki af hverju það er ekki búið að tryggja innanlandsflug eins og fyrirheit voru um Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 18:45 Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur. Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skilur ekki afhverju stjórnvöld séu ekki búin að tryggja innanlandsflug með niðurgreiðslu flugfargjalda sem fyrirheit voru um fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin eftir að tilkynnt var um fækkun flugvéla í flugflota Air Iceland Connect.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Flugfélag Íslands hyggst fækka flugvélum í flugflota Air Iceland Connect úr sex í fjórar. Tíu prósenta samdráttur hefur verið í farþegafjölda frá áramótum og þá hefur flug til Aberdeen og Belfast ekki gengið eftir. Framkvæmdastjóri flugfélagsins sagði þó að hann ætti von á að innanlandsflug ætti eftir að glæðast á ný. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er hugsi yfir stöðunni sem upp er kominn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Þetta segir okkur bara það, sem við höfum vitað í talsverðan tíma, að þetta er ekki lengur raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk,“ segir Guðmundur.Framsóknarflokkurinn var með á stefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að efla innanlandsflug og vildi taka upp niðurgreiðslu að skoskri fyrirmynd og setti ráðherra sveitarstjórnarmála og formaður flokksins saman starfshóp sem skilaði skýrslu þar sem lagt var til að þeir sem búi 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fengi 50% af fargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan ætti að ná að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kæmist á kerfið.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriTrúir ekki öðru en að fjármagn verði tryggtSjá einnig: Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa„Við skiljum einfaldlega ekki afhverju það er ekki búið að hrinda þessu í framkvæmd. En nú trúum við varla öðru en að með þessum síðustu vendingum og þessum ákvörðunum, sem eru skiljanlegar hjá fyrirtæki í rekstri, en þá verðum við að mæta þessari stöðu. Og ég trúi ekki öðru, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því en að það verði tryggt fjármagn til þess að við getum farið í þessa skosku leið sem að hefur sýnt sig að mun auka möguleika fólks á að nýta þennan ferðamáta og við viljum bara sjá að þetta gerist ekki síðar en 2020 eins og fyrirheit hafa verið um en eins og svo oft áður þá hræða sporin og við auðvitað óttumst í þessu máli eins og öðrum að við munum draga lappirnar,“ segir Guðmundur.
Byggðamál Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08