Dæmdur fyrir brot gegn börnum og konum á Þingeyri Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2019 10:41 Vafasamt athæfið olli fórnarlömbunum verulegu hugarangri en brotavilji mannsins var einbeittur. Vinstri hluti myndarinnar er sviðsett. Karlmaður sem tók myndir af átta fórnarlömbum á síma sinn, yfir skilrúm milli búningsklefa karla og kvenna var dæmdur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, sekur um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Dómur féll 7. þessa mánaðar. Brotin voru framin á árunum 2017 og til byrjunar árs 2018 í húsakynnum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Manninum, sem er á fimmtugsaldri, er gert að sæta fangelsi í fimm mánuði skilorðsbundið. Fórnarlömbum sínum, sem kröfðust samanlagt 10,5 milljóna króna í bætur, skal hann greiða ýmist 300 eða 200 þúsund krónur. Samanlagt tvær milljónir. Þá er honum gert að greiða tæplega 1,5 milljón í sakarkostnað.Ekki miklar bætur Fanney Björk Frostadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið, segir, spurð hvort þetta teljist ekki frekar vægar bætur að þetta sé svipað og hefur verið í öðrum hliðstæðum málum. Fanney Björk segir það ekki þýða að bætur mættu ekki vera hærri í slíkum málum, en það sé önnur umræða. Maðurinn var fastagestur í lauginni og nýtti sér aðstæður til að taka myndir og myndskeið á snjallsíma sinn. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, sagði í samtali við Vísi að nýju þili hafi verið komið upp til að girða fyrir vafasama iðju sem þessa.Sundlaugin á Þingeyri.Erfitt hafi verið að sjá þetta fyrir en eftir að málið kom upp flutti maðurinn af landi brott. Þurftu að leita til sálfræðings vegna málsins Karlmaðurinn játaði sök í málinu og féllst á bótarétt en taldi bótakröfur of háar. Í einu tilvika var um dóttur hans að ræða. Í dómsorði er vitnað til greinagerða þar sem fram kemur að gjörðir mannsins hafi valdið fórnarlömbum hans verulegu hugarangri. Jafnframt segir í dómsorði að einn brotaþoli hafi þekkt einn sakborninginn og hann vitað fullvel hversu gömul stúlkan var. „Hann hafi verið nágranni brotaþola og faðir vinkvenna hennar. Brotaþoli hafi því oft eytt tíma sínum á heimili sakbornings og þekkt til hans og borið traust til hans. Þá er til þess vísað að brotaþola hafi reynst erfitt að rifja atvikið upp og ræða um það. Ljóst sé að brot sakbornings gagnvart brotaþola hafi valdið henni miska,“ segir í niðurstöðu dómsins. Viðkomandi hafi sótt sérfræðiaðstoð hjá barnasálfræðingi vegna málsins. Dómsmál Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Karlmaður sem tók myndir af átta fórnarlömbum á síma sinn, yfir skilrúm milli búningsklefa karla og kvenna var dæmdur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, sekur um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Dómur féll 7. þessa mánaðar. Brotin voru framin á árunum 2017 og til byrjunar árs 2018 í húsakynnum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Manninum, sem er á fimmtugsaldri, er gert að sæta fangelsi í fimm mánuði skilorðsbundið. Fórnarlömbum sínum, sem kröfðust samanlagt 10,5 milljóna króna í bætur, skal hann greiða ýmist 300 eða 200 þúsund krónur. Samanlagt tvær milljónir. Þá er honum gert að greiða tæplega 1,5 milljón í sakarkostnað.Ekki miklar bætur Fanney Björk Frostadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið, segir, spurð hvort þetta teljist ekki frekar vægar bætur að þetta sé svipað og hefur verið í öðrum hliðstæðum málum. Fanney Björk segir það ekki þýða að bætur mættu ekki vera hærri í slíkum málum, en það sé önnur umræða. Maðurinn var fastagestur í lauginni og nýtti sér aðstæður til að taka myndir og myndskeið á snjallsíma sinn. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, sagði í samtali við Vísi að nýju þili hafi verið komið upp til að girða fyrir vafasama iðju sem þessa.Sundlaugin á Þingeyri.Erfitt hafi verið að sjá þetta fyrir en eftir að málið kom upp flutti maðurinn af landi brott. Þurftu að leita til sálfræðings vegna málsins Karlmaðurinn játaði sök í málinu og féllst á bótarétt en taldi bótakröfur of háar. Í einu tilvika var um dóttur hans að ræða. Í dómsorði er vitnað til greinagerða þar sem fram kemur að gjörðir mannsins hafi valdið fórnarlömbum hans verulegu hugarangri. Jafnframt segir í dómsorði að einn brotaþoli hafi þekkt einn sakborninginn og hann vitað fullvel hversu gömul stúlkan var. „Hann hafi verið nágranni brotaþola og faðir vinkvenna hennar. Brotaþoli hafi því oft eytt tíma sínum á heimili sakbornings og þekkt til hans og borið traust til hans. Þá er til þess vísað að brotaþola hafi reynst erfitt að rifja atvikið upp og ræða um það. Ljóst sé að brot sakbornings gagnvart brotaþola hafi valdið henni miska,“ segir í niðurstöðu dómsins. Viðkomandi hafi sótt sérfræðiaðstoð hjá barnasálfræðingi vegna málsins.
Dómsmál Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34
Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15