Árneshreppur

Fréttamynd

Nauð­syn­legt að nýr viti verði byggður

Gjögurviti við Strandir í Árneshreppi er fallinn. Vitavörður telur líklegt að óveður seinni partinn í gær hafi gert út af við vitann, sem hafði staðið í rúma öld. Hann segir nauðsynlegt að nýr viti verði reistur hið snarasta. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­firðingar opnir fyrir sam­einingu

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Áfram Árneshreppur og hvað svo?

Árneshreppur á Ströndum tók þátt í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“. Um er að ræða verkefni sem byggir á byggðaáætlun og er hluti af áætlun Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. „Áfram Árneshreppur“ en svo kallast verkefnið í Árneshreppi, var hrundið af stað árið 2018 og er nú komið á loka metrana.

Skoðun
Fréttamynd

Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna

Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina

Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál.

Innlent
Fréttamynd

Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum

Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann.

Innlent
Fréttamynd

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka

Landhelgisgæsla Íslands varar við borgarísjaka sem er um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfnin á varðskipinu Þór sigldi fram hjá ísjakanum um hádegisbil í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýni á frið­lýsingu Dranga „stormur í vatns­glasi“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga

Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 

Innlent
Fréttamynd

Sækja slasaðan göngumann á Strandir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð laust eftir klukkan hálf eitt vegna göngumanns sem rann niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum og slasaðist. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Innlent