Þrjár kynslóðir í Reykjafirði hafa fylgst með ískyggilegum breytingum Drangajökuls í 75 ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 11:33 Frá tökum á myndbandi 66°Norður um fjölskylduna. 66°Norður „Við erum sextíu metra frá punktinum sem ég tók í fyrra. Það er sem sagt hopið,“ segir Ragnar Þrastarson . Hann er að mæla jökulsporðinn á Drangajökli í Reykjarfirði með GPS-tæki. „Þetta er það mesta sem við pabbi höfum mælt.“ Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert; fyrst afabróðir Ragnars, Guðfinnur, og svo pabbi hans, Þröstur Jóhannesson. Nú hefur Ragnar tekið við keflinu og er að mæla jökulsporðinn í annað sinn. „Sjáum til hvort ég næ 25 skiptum svo að við náum hundrað árum,“ segir Ragnar sposkur. Átta kílómetrum frá jökulsporðinum kúra húsin í Reykjarfirði. Þangað liggur enginn vegur. Fólk kemur ýmist með báti, eða gangandi, jafnvel nokkrar dagleiðir með allt á bakinu. Þennan dag komu Ragnar, Þröstur og Erla, tvíburasystir Þrastar, fljúgandi með lítilli sex manna flugvél frá Ísafirði. Halli flugmaður fylgdi jökulröndinni úr Ísafjarðardjúpi og lenti fimlega á malarflugvellinum skammt austan við byggðina í Reykjarfirði. Þau segja frá þessu þessu í viðtali á heimasíðu 66°Norður en það var íslenski útvistarframleiðandinn sem framleiddi myndbandið og gerði umfjöllun um sögu þeirra. Í sumarhúsi Erlu og Þrastar er stór gluggi sem rammar inn jökulinn. „Maður byrjar á því að líta á jökulinn á morgnanna um leið og maður vaknar, og vita hvort hann hafi breyst yfir nóttina,“ segir Erla. Hún hefur dvalið í Reykjarfirði öll sumur síðan 1991. „Hér er svo mikill friður og kyrrð að maður endurnærist á sál og líkama og fer héðan hress og glaður á haustin,“ segir Erla. Í Reykjarfirði er ekkert símasamband og þar, langt frá hringiðu hversdagsins í borgum og bæjum landsins, á fjölskyldan, börn og barnabörn, athvarf - og þar er tíminn afstæður. Klukkan sett niður í skúffu „Þar byrjar maður á því að taka af sér klukkuna og setja hana niður í skúffu. Tíminn í Reykjarfirði er mældur út frá flóði og fjöru, maður fer að sofa þegar það byrjar að dimma og svo vaknar maður þegar maður er búinn að sofa,“ segir Ragnar. Og þannig var lífið hvert sumar fyrir Þröst og Erlu þegar þau voru börn. „Þá komum við oft hér í byrjun maí og vorum þar til fór að dimma á haustin. Maður lék sér bara allan daginn úti og fór kannski í sundlaugina þrisvar á dag. Þetta var bara dásamlegt,“ segir Erla og Þröstur tekur undir. „Ég man að þegar maður var búinn að bleyta sig fimm sinnum yfir daginn þá fékk maður ekki fleiri sokka, þá var sett straff á lækinn,“ segir Þröstur. Pabbi Þrastar og Erlu var fæddur og uppalinn í Reykjarfirði en fjörðurinn fór í eyði árið 1964. Drangajökull.66°Norður „Hann og tveir bræður hans voru mikið hérna að vinna rekavið og veiða sel eftir að þetta fór í eyði,“ segir Þröstur. Rekaviðurinn var unnin í hús og girðingastaura sem voru jafnvel fjórtán þúsund á sumri og voru fluttir með ferju eða með sleðum úr firðinum. Mörg húsanna í Reykjarfirði eru úr rekavið. „Nú rekur kannski tíu prósent af því sem rak hér í kringum 1965-1970, þegar við vorum krakkar,“ segir Þröstur. Þröstur er húsasmíðameistari og dyttar að húsakostinum í Reykjarfirði. „Erla hefur verið hérna miklu meira en ég. Ég kem hingað meira í viðhaldsvinnu,“ segir hann. „Það er alltaf nóg að gera. Fyrir bæði karla og konur, svo er hérna alltaf fullt af ferðafólki sem við tökum á móti, og förum í laugina og svona. Svo er alltaf endað á því á kvöldin að við förum öll í laugina - laugin tengir okkur,“ segir Erla. Ekki margir mennskir sundgestir á veturna Í Reykjarfirði, eins og nafnið ber til kynna, er jarðhiti og víða finnast heit augu og laugar. Þegar pabbi Erlu og Þrastar, Jóhannes Jakobsson, var tólf ára kom maður í Reykjarfjörð sem hafði séð sundtökin í Reykjavík og hann kenndi þau krökkunum. Farið var að stinga úr bökkum og hlaða veggi til að búa til sundlaug en á hverju vori eyðilagðist hún í leysingum. „Svo fékk pabbi þá hugmynd að hann vildi stofna hérna íþróttaskóla, hann vildi kenna á skíði frammi á jökli, hlaup á sandinum og sund – svo hann vildi byggja hérna sundlaug,“ segir Erla. Steypta sundlaugin var vígð 2. júlí 1938 og það mættu 73 gestir. Í tíu ár komu krakkar úr næstu fjörðum í Reykjarfjörð til að læra að synda. Sundlaugin er opin árið um kring þótt ekki séu margir mennskir sundgestir á veturna. Erla, Þröstur og Ragnar verja deginum í að tryggja húsin fyrir norðangarranum sem sækir í sig veðrið á veturna og lemur á litlu byggðinni í Reykjarfirði. Þau loka skorsteininum, byrgja glugga, tæma slöngur og taka upp bryggjuna - til að vera viss um að allt sé á sínum stað þegar þau koma aftur að vori. 66°Norður Haustferðirnar hafa verið fastur punktur í tilveru Þrastar árum saman. Hann gengur frá húsunum í Reykjarfirði, gengur svo átta kílómetra inn að Drangajökli þar sem hann gerir mælingar á jöklinum og arkar svo yfir jökulinn í Kaldalón – eða fer á skíðum – sem hann gerði fyrst árið 1975. „Mig langaði ekki bara til að horfa á hann,“ segir Þröstur, sem er fyrrum ólympíufari í skíðagöngu. Allt er tryggt í Reykjarfirði og þau arka af stað í átt að jöklinum á fallegum haustdegi. Grænir tónar gróðursins hafa vikið fyrir gulum. Þröstur og Erla ganga rösklega á þessum slóðum sem þau þekkja svo vel. „Reykjarfjarðargangurinn,“ segir Erla og kímir. Eftir nokkurra kílómetra göngu stoppar Þröstur við klett og bendir á kopartein. „Hingað náði jökulsporðurinn þegar Guðfinnur föðurbróðir hóf sínar mælingar,“ segir hann. Það eru enn um tveir kílómetrar inn að jöklinum. Jökullinn hefur hopað sextíu metra síðan í fyrra Landslagið breytist hratt. Berar klappir og grjót taka við af grónum flötum. Tveir tignarlegir fossar og drynjandi þeirra vekja athygli göngufólks. Þetta er landið sem kom undan jöklinum á þeim fimmtíu árum sem Guðfinnur mældi hreyfingar jökulsporðsins. „Jökullinn í Reykjarfirði er skriðjökull og framhlaupsjökull,“ segir Ragnar. „Hann á það til að ganga fram og hefur gert það á þessu mælingatímabili okkar - til dæmis stuttu eftir að pabbi tók við að mæla.“ Þröstur fylgdi því jöklinum skríða í átt að Reykjarfirði og svo aftur til baka. Stuttan spöl frá jökulsporðinum stoppar hann: „Hér er staðurinn sem ég byrjaði að mæla og tók við af Guðfinni 1995. Þessi 25 ár sem ég var að mæla jökulinn var ég á þessum 200 metrum hérna - en Ragnar fær nýtt land sem enginn hefur séð áður,“ segir Þröstur. Ragnar tekur fram GPS-tækið. Hann gengur meðfram jökulsporðinum. Jökullinn hefur hopað sextíu metra síðan í fyrra. „Drangajökull er að hopa. Hann svaraði hins vegar svolítið seinna en frændur sínir sem eru sunnar. Hann naut góðs af því að vera norðar þar sem norðaustan áttin blæs og hann er nær Grænlandsjökli. - En hann er að minnka, rétt eins og aðrir jöklar á Íslandi,“ segir Ragnar. Rannsóknir benda til að Drangajökull gæti verið alveg horfinn árið 2050. 66°Norður Þrjár kynslóðir fjölskyldunnar í Reykjarfirði hafa fylgst með ískyggilegum breytingum jökulsins í 75 ár. Það sem breytist þó seint er umhyggja fjölskyldunnar fyrir landinu sem stendur þeim svo nærri. Styðja Jöklarannsóknarfélag Íslands Í ár mun 66°Norður við styrkja Jöklarannsóknarfélag Íslands en síðustu ár hefur fyrirtækið unnið með Landvernd og Votlendissjóði. 25 prósent af allri sölu í vefverslun mun renna til Jöklarannsóknarfélags Íslands föstudaginn 26. nóvember. Félagið var stofnað árið 1950, en markmið þess er aðstuðla að jöklarannsóknum og fræðslu um jöklana okkar og nágrenni. Samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða er grundvöllur félagsins sem hefur skilað miklum árangri ogeflt jöklarannsóknir hér á landi enn frekar. Félagið hefurstundað mælingar á hopi og framskriði jökulsporða allt fráupphafi. Einstakir félagar hafa tekið einn eða fleiri jökulsporða í fóstur og mælt stöðu þeirra einu sinni á ári, líkt og fjölskyldan í Reykjarfirði hefur gert. Tíska og hönnun Umhverfismál Árneshreppur Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert; fyrst afabróðir Ragnars, Guðfinnur, og svo pabbi hans, Þröstur Jóhannesson. Nú hefur Ragnar tekið við keflinu og er að mæla jökulsporðinn í annað sinn. „Sjáum til hvort ég næ 25 skiptum svo að við náum hundrað árum,“ segir Ragnar sposkur. Átta kílómetrum frá jökulsporðinum kúra húsin í Reykjarfirði. Þangað liggur enginn vegur. Fólk kemur ýmist með báti, eða gangandi, jafnvel nokkrar dagleiðir með allt á bakinu. Þennan dag komu Ragnar, Þröstur og Erla, tvíburasystir Þrastar, fljúgandi með lítilli sex manna flugvél frá Ísafirði. Halli flugmaður fylgdi jökulröndinni úr Ísafjarðardjúpi og lenti fimlega á malarflugvellinum skammt austan við byggðina í Reykjarfirði. Þau segja frá þessu þessu í viðtali á heimasíðu 66°Norður en það var íslenski útvistarframleiðandinn sem framleiddi myndbandið og gerði umfjöllun um sögu þeirra. Í sumarhúsi Erlu og Þrastar er stór gluggi sem rammar inn jökulinn. „Maður byrjar á því að líta á jökulinn á morgnanna um leið og maður vaknar, og vita hvort hann hafi breyst yfir nóttina,“ segir Erla. Hún hefur dvalið í Reykjarfirði öll sumur síðan 1991. „Hér er svo mikill friður og kyrrð að maður endurnærist á sál og líkama og fer héðan hress og glaður á haustin,“ segir Erla. Í Reykjarfirði er ekkert símasamband og þar, langt frá hringiðu hversdagsins í borgum og bæjum landsins, á fjölskyldan, börn og barnabörn, athvarf - og þar er tíminn afstæður. Klukkan sett niður í skúffu „Þar byrjar maður á því að taka af sér klukkuna og setja hana niður í skúffu. Tíminn í Reykjarfirði er mældur út frá flóði og fjöru, maður fer að sofa þegar það byrjar að dimma og svo vaknar maður þegar maður er búinn að sofa,“ segir Ragnar. Og þannig var lífið hvert sumar fyrir Þröst og Erlu þegar þau voru börn. „Þá komum við oft hér í byrjun maí og vorum þar til fór að dimma á haustin. Maður lék sér bara allan daginn úti og fór kannski í sundlaugina þrisvar á dag. Þetta var bara dásamlegt,“ segir Erla og Þröstur tekur undir. „Ég man að þegar maður var búinn að bleyta sig fimm sinnum yfir daginn þá fékk maður ekki fleiri sokka, þá var sett straff á lækinn,“ segir Þröstur. Pabbi Þrastar og Erlu var fæddur og uppalinn í Reykjarfirði en fjörðurinn fór í eyði árið 1964. Drangajökull.66°Norður „Hann og tveir bræður hans voru mikið hérna að vinna rekavið og veiða sel eftir að þetta fór í eyði,“ segir Þröstur. Rekaviðurinn var unnin í hús og girðingastaura sem voru jafnvel fjórtán þúsund á sumri og voru fluttir með ferju eða með sleðum úr firðinum. Mörg húsanna í Reykjarfirði eru úr rekavið. „Nú rekur kannski tíu prósent af því sem rak hér í kringum 1965-1970, þegar við vorum krakkar,“ segir Þröstur. Þröstur er húsasmíðameistari og dyttar að húsakostinum í Reykjarfirði. „Erla hefur verið hérna miklu meira en ég. Ég kem hingað meira í viðhaldsvinnu,“ segir hann. „Það er alltaf nóg að gera. Fyrir bæði karla og konur, svo er hérna alltaf fullt af ferðafólki sem við tökum á móti, og förum í laugina og svona. Svo er alltaf endað á því á kvöldin að við förum öll í laugina - laugin tengir okkur,“ segir Erla. Ekki margir mennskir sundgestir á veturna Í Reykjarfirði, eins og nafnið ber til kynna, er jarðhiti og víða finnast heit augu og laugar. Þegar pabbi Erlu og Þrastar, Jóhannes Jakobsson, var tólf ára kom maður í Reykjarfjörð sem hafði séð sundtökin í Reykjavík og hann kenndi þau krökkunum. Farið var að stinga úr bökkum og hlaða veggi til að búa til sundlaug en á hverju vori eyðilagðist hún í leysingum. „Svo fékk pabbi þá hugmynd að hann vildi stofna hérna íþróttaskóla, hann vildi kenna á skíði frammi á jökli, hlaup á sandinum og sund – svo hann vildi byggja hérna sundlaug,“ segir Erla. Steypta sundlaugin var vígð 2. júlí 1938 og það mættu 73 gestir. Í tíu ár komu krakkar úr næstu fjörðum í Reykjarfjörð til að læra að synda. Sundlaugin er opin árið um kring þótt ekki séu margir mennskir sundgestir á veturna. Erla, Þröstur og Ragnar verja deginum í að tryggja húsin fyrir norðangarranum sem sækir í sig veðrið á veturna og lemur á litlu byggðinni í Reykjarfirði. Þau loka skorsteininum, byrgja glugga, tæma slöngur og taka upp bryggjuna - til að vera viss um að allt sé á sínum stað þegar þau koma aftur að vori. 66°Norður Haustferðirnar hafa verið fastur punktur í tilveru Þrastar árum saman. Hann gengur frá húsunum í Reykjarfirði, gengur svo átta kílómetra inn að Drangajökli þar sem hann gerir mælingar á jöklinum og arkar svo yfir jökulinn í Kaldalón – eða fer á skíðum – sem hann gerði fyrst árið 1975. „Mig langaði ekki bara til að horfa á hann,“ segir Þröstur, sem er fyrrum ólympíufari í skíðagöngu. Allt er tryggt í Reykjarfirði og þau arka af stað í átt að jöklinum á fallegum haustdegi. Grænir tónar gróðursins hafa vikið fyrir gulum. Þröstur og Erla ganga rösklega á þessum slóðum sem þau þekkja svo vel. „Reykjarfjarðargangurinn,“ segir Erla og kímir. Eftir nokkurra kílómetra göngu stoppar Þröstur við klett og bendir á kopartein. „Hingað náði jökulsporðurinn þegar Guðfinnur föðurbróðir hóf sínar mælingar,“ segir hann. Það eru enn um tveir kílómetrar inn að jöklinum. Jökullinn hefur hopað sextíu metra síðan í fyrra Landslagið breytist hratt. Berar klappir og grjót taka við af grónum flötum. Tveir tignarlegir fossar og drynjandi þeirra vekja athygli göngufólks. Þetta er landið sem kom undan jöklinum á þeim fimmtíu árum sem Guðfinnur mældi hreyfingar jökulsporðsins. „Jökullinn í Reykjarfirði er skriðjökull og framhlaupsjökull,“ segir Ragnar. „Hann á það til að ganga fram og hefur gert það á þessu mælingatímabili okkar - til dæmis stuttu eftir að pabbi tók við að mæla.“ Þröstur fylgdi því jöklinum skríða í átt að Reykjarfirði og svo aftur til baka. Stuttan spöl frá jökulsporðinum stoppar hann: „Hér er staðurinn sem ég byrjaði að mæla og tók við af Guðfinni 1995. Þessi 25 ár sem ég var að mæla jökulinn var ég á þessum 200 metrum hérna - en Ragnar fær nýtt land sem enginn hefur séð áður,“ segir Þröstur. Ragnar tekur fram GPS-tækið. Hann gengur meðfram jökulsporðinum. Jökullinn hefur hopað sextíu metra síðan í fyrra. „Drangajökull er að hopa. Hann svaraði hins vegar svolítið seinna en frændur sínir sem eru sunnar. Hann naut góðs af því að vera norðar þar sem norðaustan áttin blæs og hann er nær Grænlandsjökli. - En hann er að minnka, rétt eins og aðrir jöklar á Íslandi,“ segir Ragnar. Rannsóknir benda til að Drangajökull gæti verið alveg horfinn árið 2050. 66°Norður Þrjár kynslóðir fjölskyldunnar í Reykjarfirði hafa fylgst með ískyggilegum breytingum jökulsins í 75 ár. Það sem breytist þó seint er umhyggja fjölskyldunnar fyrir landinu sem stendur þeim svo nærri. Styðja Jöklarannsóknarfélag Íslands Í ár mun 66°Norður við styrkja Jöklarannsóknarfélag Íslands en síðustu ár hefur fyrirtækið unnið með Landvernd og Votlendissjóði. 25 prósent af allri sölu í vefverslun mun renna til Jöklarannsóknarfélags Íslands föstudaginn 26. nóvember. Félagið var stofnað árið 1950, en markmið þess er aðstuðla að jöklarannsóknum og fræðslu um jöklana okkar og nágrenni. Samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða er grundvöllur félagsins sem hefur skilað miklum árangri ogeflt jöklarannsóknir hér á landi enn frekar. Félagið hefurstundað mælingar á hopi og framskriði jökulsporða allt fráupphafi. Einstakir félagar hafa tekið einn eða fleiri jökulsporða í fóstur og mælt stöðu þeirra einu sinni á ári, líkt og fjölskyldan í Reykjarfirði hefur gert.
Tíska og hönnun Umhverfismál Árneshreppur Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira