Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 15:34 Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Vísir/Hjalti Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, gagnrýndi í dag gagnrýni stjórnarandstöðunnar á friðlýsingu jarðarinnar sem var undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, fyrrverandi umhverfisráðherra, tveimur dögum, þann 26. nóvember, áður en ný ríkisstjórn var kynnt. Sagði varaformaðurinn, Vésteinn Sveinsson, að Bergþór vissi ekkert um málið og friðlýsingin hefði ekkert með Dranga að gera. Virkjunin væri hvergi nærri landinu og það hafi aldrei komið til greina hjá eigendum Dranga að veita virkjendum rannsóknarleyfi á jörðinni. Velti hann því meðal annars upp hvort Bergþór væri með gagnrýninni að leggja til að brotið yrði á eignarrétti fólks, til að gera það sem það vildi með sínar jarðir. Segir gagnrýnina ekki snúa að ákvarðanarétti landeigenda um eigið land Bergþór segir í samtali við fréttastofu að það sé fjarri lagi. „Þeir geta gert það sem þeim hugnast, það er enginn að gera athugasemdir við það. En síðan er auðvitað ekki sjálfgefið mál að menn sæki fé í ríkissjóð af því að þá langar að friða jörðina sína. En það er aðskilið mál. Þarna eru þetta fyrst of fremst áhyggjur af áhrifum á aðliggjandi jarðir, ekki hvað eigendur gera við jörðina Dranga sjálfa,“ segir Bergþór. „Það dettur engum í hug að ganga á eignarrétt þeirra.“ Þannig að í þínum hug kæmi ekki til greina að taka jörðina eignarnámi? „Nei, það hefur bara aldrei komið til umræðu,“ segir Bergþór. Gagnrýnir framkvæmd umhverfisráðherra á friðlýsingunni Hann segir auðvitað ekki koma á óvart að eigendur Drangajarðarinnar séu ánægðir með friðlýsinguna. „Það kemur auðvitað ekki á óvart að eigendur Drangajarðarinnar séu ánægðir með þá niðurstöðu sem þeir óskuðu sjálfir eftir. En eigendur aðliggjandi jarða eru síður lukkulegir með þetta og hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem þetta gæti haft á mögulega Hvalárvirkjun,“ segir Bergþór. Hann segist hafa rætt við eigendur jarða á svæðinu, þó ekki eigendur Dranga þar sem sjónarmið þeirra og skoðanir liggi þegar vel fyrir og hafi hann skilning á þeim. „En það hvernig umhverfisráðherra fyrrverandi bar sig að við þetta þykir mér algerlega óforskammanlegt,“ segir Bergþór. Óeðlilega hratt gengið frá málinu Eigendur Dranga leituðust eftir því fyrir tæpum fjórum árum síðan, árið 2018, að jörðin yrði friðlýst. Málið var fyrst kynnt af Umhverfisstofnun árið 2019 og fór svo í formlega kynningu nú í haust. Þegar málið hafði verið í auglýsingu í þrjá mánuði, og athugasemdir vegna málsins borist, þann 25. nóvember síðastliðinn, var málið sent til ráðherra sem undirritaði friðlýsinguna daginn eftir, 26. nóvember. Vésteinn, varaformaður stjórnar eignahlutafélagsins, sagði í viðtali í morgun að málið hafi farið í eðlilegt ferli miðað við friðlýsingartillögu og ekkert hafi verið eftir en að skrifa undir friðlýsinguna. Bergþór er annarrar skoðunar. „Mér finnst þetta óeðlilegt sérstaklega í ljósi þess að fulltrú sveitarfélagsins gerði athugasemdir við þetta og það var tekið tillit til sumra athugasemda en ekki annarra. Mér hefði þótt tilhlýðilegt að menn reyndu að átta sig á því hvort væri tilefni til að skoða betur þær athugasemdir sem hafnað var,“ segir Bergþór. „Allt ber þetta með sér að þetta hafi verið klárað í miklu stressi og lýsingar af fundi samráðshópsins 26. nóvember ber það með sér að það ætti með öllum ráðum að klára málið þann dag. Það að málið hafi verið í farvegi í fjögur ár, það hefur allt verið umlykjandi þessari beiðni um friðlýsingu mál er varða mögulega Hvalárvirkjun. Mönnum verður að fyrirgefast það að hafa áhyggjur af að þar séu undirliggjandi sjónarmið er snúa að Hvalárvirkjun. Sérstaklega í ljósi þess að þessar friðunaróskir koma fram þegar Hvalárvirkjun er komin í nýtingaflokk og áform uppi um virkjanaframkvæmdir. “ Umhverfis- og orkumál hafi verið mestu deilumálin hjá ríkisstjórninni Hann segist þeirrar skoðunar að eðlilegt hefði verið að setja friðlýsinguna á borð nýs umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tók við embættinu mánudaginn 29. nóvember. Bergþór Ólason segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi jarðir. Vísir/Vilhelm „Mér finnst fráleitt að klára þetta á síðasta degi fyrir ríkisstjórnarskipti vegna þess að það vita allir sem fylgjast með stjórnmálum að aðalflækjustigið í stjórnarmyndunarviðræðunum sneri að orkumálum og umhverfismálum,“ segir Bergþór. Þessi mál hafi verið mikil deilumál innan ríkisstjórnarflokkanna og nefnir hann þar sem dæmi ósætti Jóns Gunnarssonar, núverndi innviðaráðherra, um tillögu Guðmundar Inga til stækkunar Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi í sumar. Jón hafi verið við það að hætta stuðningi við ríkisstjórnina, hefði ekki þingrof vegna Alþingiskosninga verið handan við hornið. „Það að framkvæma friðlýsingu sem þessa á síðasta degi í embætti, það er ekki góður bragur á því.“ Engin ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangalandi Vésteinn benti á í viðtali fyrr í dag að eigendur Dranga hafi fyrir nokkrum árum neitað að selja vatnsréttindi, sem fylgdu jörðinni, eða gefa rannsóknarleyfi. Það hafði þó ekki áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar sjálfrar heldur er það friðlýsing jarðarinnar sem hefur eiginleg áhrif. Samkvæmt breytingum á lögum um náttúruvernd á óbyggðu víðerni, sem samþykktar voru í fyrra, má ekki reisa mannvirki í að minnsta kosti fimm kílómetra fjarlægð frá friðlýstu svæði. Segir í 19. tölulið 5. greinar laganna: Svæði í óbyggðum sem er að jafnaði a.m.k. 25 km 2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja og [að jafnaði] 2) í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum. Því gæti friðlýsing haft áhrif á svæði utan Drangajarðarinnar sjálfrar, sem séu fyrirhuguð áhrifasvæði virkjunarinnar. Umhverfismál Orkumál Árneshreppur Alþingi Miðflokkurinn Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, gagnrýndi í dag gagnrýni stjórnarandstöðunnar á friðlýsingu jarðarinnar sem var undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, fyrrverandi umhverfisráðherra, tveimur dögum, þann 26. nóvember, áður en ný ríkisstjórn var kynnt. Sagði varaformaðurinn, Vésteinn Sveinsson, að Bergþór vissi ekkert um málið og friðlýsingin hefði ekkert með Dranga að gera. Virkjunin væri hvergi nærri landinu og það hafi aldrei komið til greina hjá eigendum Dranga að veita virkjendum rannsóknarleyfi á jörðinni. Velti hann því meðal annars upp hvort Bergþór væri með gagnrýninni að leggja til að brotið yrði á eignarrétti fólks, til að gera það sem það vildi með sínar jarðir. Segir gagnrýnina ekki snúa að ákvarðanarétti landeigenda um eigið land Bergþór segir í samtali við fréttastofu að það sé fjarri lagi. „Þeir geta gert það sem þeim hugnast, það er enginn að gera athugasemdir við það. En síðan er auðvitað ekki sjálfgefið mál að menn sæki fé í ríkissjóð af því að þá langar að friða jörðina sína. En það er aðskilið mál. Þarna eru þetta fyrst of fremst áhyggjur af áhrifum á aðliggjandi jarðir, ekki hvað eigendur gera við jörðina Dranga sjálfa,“ segir Bergþór. „Það dettur engum í hug að ganga á eignarrétt þeirra.“ Þannig að í þínum hug kæmi ekki til greina að taka jörðina eignarnámi? „Nei, það hefur bara aldrei komið til umræðu,“ segir Bergþór. Gagnrýnir framkvæmd umhverfisráðherra á friðlýsingunni Hann segir auðvitað ekki koma á óvart að eigendur Drangajarðarinnar séu ánægðir með friðlýsinguna. „Það kemur auðvitað ekki á óvart að eigendur Drangajarðarinnar séu ánægðir með þá niðurstöðu sem þeir óskuðu sjálfir eftir. En eigendur aðliggjandi jarða eru síður lukkulegir með þetta og hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem þetta gæti haft á mögulega Hvalárvirkjun,“ segir Bergþór. Hann segist hafa rætt við eigendur jarða á svæðinu, þó ekki eigendur Dranga þar sem sjónarmið þeirra og skoðanir liggi þegar vel fyrir og hafi hann skilning á þeim. „En það hvernig umhverfisráðherra fyrrverandi bar sig að við þetta þykir mér algerlega óforskammanlegt,“ segir Bergþór. Óeðlilega hratt gengið frá málinu Eigendur Dranga leituðust eftir því fyrir tæpum fjórum árum síðan, árið 2018, að jörðin yrði friðlýst. Málið var fyrst kynnt af Umhverfisstofnun árið 2019 og fór svo í formlega kynningu nú í haust. Þegar málið hafði verið í auglýsingu í þrjá mánuði, og athugasemdir vegna málsins borist, þann 25. nóvember síðastliðinn, var málið sent til ráðherra sem undirritaði friðlýsinguna daginn eftir, 26. nóvember. Vésteinn, varaformaður stjórnar eignahlutafélagsins, sagði í viðtali í morgun að málið hafi farið í eðlilegt ferli miðað við friðlýsingartillögu og ekkert hafi verið eftir en að skrifa undir friðlýsinguna. Bergþór er annarrar skoðunar. „Mér finnst þetta óeðlilegt sérstaklega í ljósi þess að fulltrú sveitarfélagsins gerði athugasemdir við þetta og það var tekið tillit til sumra athugasemda en ekki annarra. Mér hefði þótt tilhlýðilegt að menn reyndu að átta sig á því hvort væri tilefni til að skoða betur þær athugasemdir sem hafnað var,“ segir Bergþór. „Allt ber þetta með sér að þetta hafi verið klárað í miklu stressi og lýsingar af fundi samráðshópsins 26. nóvember ber það með sér að það ætti með öllum ráðum að klára málið þann dag. Það að málið hafi verið í farvegi í fjögur ár, það hefur allt verið umlykjandi þessari beiðni um friðlýsingu mál er varða mögulega Hvalárvirkjun. Mönnum verður að fyrirgefast það að hafa áhyggjur af að þar séu undirliggjandi sjónarmið er snúa að Hvalárvirkjun. Sérstaklega í ljósi þess að þessar friðunaróskir koma fram þegar Hvalárvirkjun er komin í nýtingaflokk og áform uppi um virkjanaframkvæmdir. “ Umhverfis- og orkumál hafi verið mestu deilumálin hjá ríkisstjórninni Hann segist þeirrar skoðunar að eðlilegt hefði verið að setja friðlýsinguna á borð nýs umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tók við embættinu mánudaginn 29. nóvember. Bergþór Ólason segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi jarðir. Vísir/Vilhelm „Mér finnst fráleitt að klára þetta á síðasta degi fyrir ríkisstjórnarskipti vegna þess að það vita allir sem fylgjast með stjórnmálum að aðalflækjustigið í stjórnarmyndunarviðræðunum sneri að orkumálum og umhverfismálum,“ segir Bergþór. Þessi mál hafi verið mikil deilumál innan ríkisstjórnarflokkanna og nefnir hann þar sem dæmi ósætti Jóns Gunnarssonar, núverndi innviðaráðherra, um tillögu Guðmundar Inga til stækkunar Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi í sumar. Jón hafi verið við það að hætta stuðningi við ríkisstjórnina, hefði ekki þingrof vegna Alþingiskosninga verið handan við hornið. „Það að framkvæma friðlýsingu sem þessa á síðasta degi í embætti, það er ekki góður bragur á því.“ Engin ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangalandi Vésteinn benti á í viðtali fyrr í dag að eigendur Dranga hafi fyrir nokkrum árum neitað að selja vatnsréttindi, sem fylgdu jörðinni, eða gefa rannsóknarleyfi. Það hafði þó ekki áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar sjálfrar heldur er það friðlýsing jarðarinnar sem hefur eiginleg áhrif. Samkvæmt breytingum á lögum um náttúruvernd á óbyggðu víðerni, sem samþykktar voru í fyrra, má ekki reisa mannvirki í að minnsta kosti fimm kílómetra fjarlægð frá friðlýstu svæði. Segir í 19. tölulið 5. greinar laganna: Svæði í óbyggðum sem er að jafnaði a.m.k. 25 km 2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja og [að jafnaði] 2) í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum. Því gæti friðlýsing haft áhrif á svæði utan Drangajarðarinnar sjálfrar, sem séu fyrirhuguð áhrifasvæði virkjunarinnar.
Umhverfismál Orkumál Árneshreppur Alþingi Miðflokkurinn Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32