Norðurþing

Fréttamynd

Veggur Gentle Giant rifinn

Veggurinn umdeildi sem hvalaskoðunarfélagið Gentle Giants á Húsavík lét byggja hefur verið rifinn að hluta. Enn er reynt að ná samkomulagi um norður- og austurhlið veggsins.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur

Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisáhrif eru hverfandi

Allar mælingar umhverfisvöktunar hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka eru langt undir viðmiðunarmörkum. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi á Húsavík í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Annað slys í kísilveri PCC

Starfsmaður PCC-kísilversins á Bakka slasaðist í síðasta mánuði þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem er notuð til að losa þrýsting úr bræðsluofnum verksmiðjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis

Norðurþing krefst þess að eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins taki niður hlaðinn vegg sem umlykur lóð þess við höfnina á Húsavík. Umræddur veggur sé ekki inni á lóð fyrirtækisins og ekki hafi fengist leyfi hjá sveitarfélaginu. Málið kom upp í fyrra og hafa samningaumleitanir farið út um þúfur.

Innlent
Fréttamynd

Rákust harkalega saman

Klukkan hálf ellefu í morgun voru björgunarsveitir á Norðausturlandi kallaðar út vegna tveggja strandveiðibáta í vanda.

Innlent