Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 13:08 Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. Stöð 2/Arnar Halldórsson Tökur á kvikmynd Wills Ferrell um Eurovision standa yfir á Húsavík næstu daga. Mikil eftirvænting ríkir á meðal bæjarbúa sem margir hverjir leika hlutverk í kvikmyndinni. Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, var ekki boðið hlutverk en hann segist ekkert vera súr að fá ekki að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu.Sjá nánar: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. „Við erum hérna með góða gesti, kvikmyndagerðafólk frá Netflix. við erum auðvitað bara bæði stolt og ánægð með það að bærinn okkar er að laða jafn stórt verkefni og raun ber vitni hingað til okkar. Það auðvitað stendur mikið til hvað það varðar að margir íbúar hafa ýmiss konar hlutverk á meðan þessum tökum stendur, aukaleikarar og svo eru auðvitað bara alls konar viðvik sem þarf að sinna hérna á meðan þessum tökum stendur. Það er bæði spenna og skemmtilegheit.“Hvaða þýðingu hefur verkefni af þessari stærðargráðu fyrir Húsvíkinga?„Ég held að það eigi bara eftir að koma í ljós. Við metum það þannig að ef þessi kvikmynd gengur vel þá fær Húsavík mjög góða kynningu örygglega, viðað við það að bærinn er að hluta til sögusvið kvikmyndarinnar. Við erum bara spennt að sjá hvernig þetta kemur út og svo er það bara verkefni í framhaldinu að taka á móti gestum sem kannski hingað vilja koma og skoða aðstæður hjá okkur.“ Kristján segir að Kvikmyndin sé atvinnuskapandi fyrir bæjarbúa. Hann skellihló þegar hann var spurður hvort honum sjálfum hefði verið boðið hlutverk. „Nei, það er nú ekki búið að bjóða mér hlutverk.“Er það ákveðinn áfellisdómur?„Ég skal ekki segja um það. Ég hef svo sem ekkert verið að trana mér sérstaklega fram. Ég bara ætla að leyfa öðrum að standa í sviðsljósinu og vonandi birtast húsvískar stjörnur á hvíta tjaldinu, sem ganga um þessar götur alla daga,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Þrátt fyrir að mikil spenna sé í loftinu vill Kristján minna bæjarbúa á að sýna tillitssemi. Það sé ekki vel séð að taka ljósmyndir af leikaraliðinu og þá sé drónaflug óheimilt á svæðinu. Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Hollywood Netflix Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Tökur á kvikmynd Wills Ferrell um Eurovision standa yfir á Húsavík næstu daga. Mikil eftirvænting ríkir á meðal bæjarbúa sem margir hverjir leika hlutverk í kvikmyndinni. Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, var ekki boðið hlutverk en hann segist ekkert vera súr að fá ekki að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu.Sjá nánar: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. „Við erum hérna með góða gesti, kvikmyndagerðafólk frá Netflix. við erum auðvitað bara bæði stolt og ánægð með það að bærinn okkar er að laða jafn stórt verkefni og raun ber vitni hingað til okkar. Það auðvitað stendur mikið til hvað það varðar að margir íbúar hafa ýmiss konar hlutverk á meðan þessum tökum stendur, aukaleikarar og svo eru auðvitað bara alls konar viðvik sem þarf að sinna hérna á meðan þessum tökum stendur. Það er bæði spenna og skemmtilegheit.“Hvaða þýðingu hefur verkefni af þessari stærðargráðu fyrir Húsvíkinga?„Ég held að það eigi bara eftir að koma í ljós. Við metum það þannig að ef þessi kvikmynd gengur vel þá fær Húsavík mjög góða kynningu örygglega, viðað við það að bærinn er að hluta til sögusvið kvikmyndarinnar. Við erum bara spennt að sjá hvernig þetta kemur út og svo er það bara verkefni í framhaldinu að taka á móti gestum sem kannski hingað vilja koma og skoða aðstæður hjá okkur.“ Kristján segir að Kvikmyndin sé atvinnuskapandi fyrir bæjarbúa. Hann skellihló þegar hann var spurður hvort honum sjálfum hefði verið boðið hlutverk. „Nei, það er nú ekki búið að bjóða mér hlutverk.“Er það ákveðinn áfellisdómur?„Ég skal ekki segja um það. Ég hef svo sem ekkert verið að trana mér sérstaklega fram. Ég bara ætla að leyfa öðrum að standa í sviðsljósinu og vonandi birtast húsvískar stjörnur á hvíta tjaldinu, sem ganga um þessar götur alla daga,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Þrátt fyrir að mikil spenna sé í loftinu vill Kristján minna bæjarbúa á að sýna tillitssemi. Það sé ekki vel séð að taka ljósmyndir af leikaraliðinu og þá sé drónaflug óheimilt á svæðinu.
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Hollywood Netflix Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44
Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56