Óvænt bið eftir borðum og rífandi sala fylgifiskur Ferrell og Brosnan á Húsavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2019 20:45 Pierce Brosnan var reffilegur á Húsavík í dag. Vísir Það stendur mikið til á Húsavík um helgina en tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell eru hafnar. Stórstjörnurnar eru mættar í bæinn og spenningur meðal bæjarbúa er áþreifanlegur. Almenn ánægja ríkir í bænum með að Húsavík hafi orðið fyrir valinu. Húsavík er undirlögð kvikmyndatökuliði en hátt í 200 manns koma að tökunum, þar á meðal Hollywood-stjörnur á borð við Will Ferrell og Pierce Brosnan, sem eiga að leika Íslendinga í myndinni. Fréttamaður eyddi lungann úr deginum á Húsavík og ræddi þar við fjölmarga íbúa.Sjá einnig: Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í HollywoodFerrell kom til landsins í gær með einkaþotu og Brosnan, Piece Brosnan, hafði komið nokkrum dögum áður. Þegar fréttamann bar að garði í dag dvöldu þeir báðir í glæsivögnum í litlu hjólhýsaþorpi sem komið hefur verið fyrir við höfnina í bænum. Voru þeir ferjaðir á milli tökustaða í glæsibifreiðum sem bakkað var alveg upp að vögnum þeirra.Lítið hjólhýsaþorp hefur sprottið upp við höfnina.Vísir.Vertarnir ánægðir Meðal þess sem kom fram í óformlegu spjalli íbúa við blaðamann í dag var að komu tökuliðsins á Húsavík í gær hafi fylgt rífandi sala á pollabuxum og öðrum útivistarfatnaði, enda var úrhellisrigning allan gærdaginn.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Þá nefndu íbúar einnig að panta þyrfti borð á veitingastöðum í bænum, sem væri óvenjulegt á þessum árstíma. Því kemur ekki á óvart að þeir vertar sem fréttamaður ræddi við voru afar kátir með að tökuliðið væri í bænum.Þetta verður líklega algeng sjón um helgina. Tökuliðið er á víð og dreif um bæinn.Vísir.„Það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum“ Þá ræddi fréttamaður einnig við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra í Norðurþings sem var ánægður með að Húsvíkingar hafi fengið hlutverk sem aukaleikarar í myndinni. Vonar hann að þeir steli senunni.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina„Þessar stjörnur sem að við sjáum dags daglega alla daga hér á Húsavík, ég vona að þær rati inn á hvíta tjaldið sömuleiðis með þeim sem eru að koma,“ sagði Kristján Þór sem gerir fastlega ráð fyrir þv að athyglin sem Húsavík fái vegna myndarinnar verði ekki önnur en jákvæð.Nú er Will Ferrell þekktur háðfugl, þið hafið ekkert áhyggjur af því að Húsavík komi kannski eitthvað skringilega út úr þessu öllu saman?„Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hann er duglegur að gera grín að sjálfum sér og það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum. Þetta er bara jákvæður atburður og verður örugglega lengi í minnum hafður hér.“ Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Það stendur mikið til á Húsavík um helgina en tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell eru hafnar. Stórstjörnurnar eru mættar í bæinn og spenningur meðal bæjarbúa er áþreifanlegur. Almenn ánægja ríkir í bænum með að Húsavík hafi orðið fyrir valinu. Húsavík er undirlögð kvikmyndatökuliði en hátt í 200 manns koma að tökunum, þar á meðal Hollywood-stjörnur á borð við Will Ferrell og Pierce Brosnan, sem eiga að leika Íslendinga í myndinni. Fréttamaður eyddi lungann úr deginum á Húsavík og ræddi þar við fjölmarga íbúa.Sjá einnig: Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í HollywoodFerrell kom til landsins í gær með einkaþotu og Brosnan, Piece Brosnan, hafði komið nokkrum dögum áður. Þegar fréttamann bar að garði í dag dvöldu þeir báðir í glæsivögnum í litlu hjólhýsaþorpi sem komið hefur verið fyrir við höfnina í bænum. Voru þeir ferjaðir á milli tökustaða í glæsibifreiðum sem bakkað var alveg upp að vögnum þeirra.Lítið hjólhýsaþorp hefur sprottið upp við höfnina.Vísir.Vertarnir ánægðir Meðal þess sem kom fram í óformlegu spjalli íbúa við blaðamann í dag var að komu tökuliðsins á Húsavík í gær hafi fylgt rífandi sala á pollabuxum og öðrum útivistarfatnaði, enda var úrhellisrigning allan gærdaginn.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Þá nefndu íbúar einnig að panta þyrfti borð á veitingastöðum í bænum, sem væri óvenjulegt á þessum árstíma. Því kemur ekki á óvart að þeir vertar sem fréttamaður ræddi við voru afar kátir með að tökuliðið væri í bænum.Þetta verður líklega algeng sjón um helgina. Tökuliðið er á víð og dreif um bæinn.Vísir.„Það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum“ Þá ræddi fréttamaður einnig við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra í Norðurþings sem var ánægður með að Húsvíkingar hafi fengið hlutverk sem aukaleikarar í myndinni. Vonar hann að þeir steli senunni.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina„Þessar stjörnur sem að við sjáum dags daglega alla daga hér á Húsavík, ég vona að þær rati inn á hvíta tjaldið sömuleiðis með þeim sem eru að koma,“ sagði Kristján Þór sem gerir fastlega ráð fyrir þv að athyglin sem Húsavík fái vegna myndarinnar verði ekki önnur en jákvæð.Nú er Will Ferrell þekktur háðfugl, þið hafið ekkert áhyggjur af því að Húsavík komi kannski eitthvað skringilega út úr þessu öllu saman?„Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hann er duglegur að gera grín að sjálfum sér og það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum. Þetta er bara jákvæður atburður og verður örugglega lengi í minnum hafður hér.“
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44
Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06