Forsvarsmenn Könnunarsafnsins ekki af baki dottnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 19:30 Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30
„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17
Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30