Forsvarsmenn Könnunarsafnsins ekki af baki dottnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 19:30 Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30
„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17
Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30