Fjarðabyggð

Fréttamynd

Stjórnar­sam­starfi slitið í Fjarðabyggð

Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms

Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fyrir mér er meiri­hlutinn ó­starf­hæfur“

Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil upp­bygging fram­undan í Fjarðabyggð

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa

Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda í vonina um loðnu­ver­tíð í vetur

Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarð­göng

Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi.

Fréttir
Fréttamynd

Yrði skandall og um leið van­virðing við söguna

Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Bakarafjölskylda tekur við bakaríi á Reyðar­firði

Fyrirtækið Baker family ehf., sem er í eigu bakarameistarans Vals Þórssonar, Elísabetar Sveinsdóttur, Þóreyjar Sveinsdóttur og Gregorz Zielke, tekur við rekstri Sesam Brauðhúss af Lostæti Austurlyst ehf. um komandi áramót.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun.

Innlent
Fréttamynd

Vara við fjölda hrein­dýra á vegum

Lögreglan á Austurlandi varar við fjölda hreindýra sem sést hafa á vegum víðsvegar um landshlutann. Ökumenn eru hvattir til að vera á varðbergi og aka á löglegum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Fernando Costa nýr for­stjóri Alcoa Fjarðaáls

Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Staðan á Austur­landi er mjög við­kvæm“

Víðtækt rafmagnsleysi varð á Austurlandi í gærkvöldi og nótt þegar tvær aðalraflínurnur á Austurlandi löskuðust vegna ísingar. Rafmagn er komið aftur á eftir bráðabirgðaviðgerð í nótt en staðan er og verður áfram viðkvæm í landshlutanum á meðan á viðgerð stendur og rafmagnstruflanir gætu orðið.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magn komið á fyrir austan

Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1.

Innlent
Fréttamynd

Hommahöllin komin á sölu

Listamennirnir Há­kon Hildi­brand, frum­kvöðull, menn­ing­ar­frömuður og dragdrottn­ing, og  Haf­steinn Haf­steins­son, mynd­list­ar­maður og rithöfundur hafa sett hið sögufræga stórhýsi, Sigfúsarhús, á Neskaupstað til sölu. Húsið gengur í dag undir nafninu Hommahöllin.

Lífið
Fréttamynd

Sótti þrjú hundruð tonna línu­veiði­skip

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar var kölluð út um hálf eitt í nótt til að aðstoða þrjú hundruð tonna línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni. Bilun hafði þá komið upp í skrúfubúnaði skipsins. 

Innlent