Innlent

Olíuflutningabíll endaði utan vegar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Starfsstöð lögreglunnar á Austurlandi á Eskifirði. Myndin er úr safni.
Starfsstöð lögreglunnar á Austurlandi á Eskifirði. Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann K.

Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá. 

Samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu urðu engin slys urðu á fólki og bíllinn var tómur, og því er ekki talið að mengunarslys hafi orðið.

Áttu mynd af vettvangi? Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að lögreglan sé enn að vinna á vettvangi. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið frá vettvangi.

Vegfarandi sem ók fram hjá bílnum sem endaði útaf segir að flughálka sé á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×