Rangárþing eystra

Fréttamynd

Komu innlyksa gönguhópi yfir Hrunaá

Fólkið kom vitlaust niður að ánni og var innlyksa við klettanef þar eftir að kona úr hópnum slasaði sig á fæti. Meiðsl hennar reyndust minni en talið var í fyrstu.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur vestan við Hvolsvöll

Árekstur varð vestan við Hvolsvöll seinni partinn í dag, þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn. Veginum við Sólheima hefur af þeim sökum verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú

Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður

Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar.

Innlent
Fréttamynd

Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum

Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítalanum. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á vettvangi lokið

Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum

"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Innlent