Ólafur bóndi vill ekki að Eyjafjallajökull Erupts sé sýnd Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 08:43 Ekki sér fyrir enda á sérstæðum deilum þeirra Ólafs bónda og Svenna í Plús film. En, deilan snýst meðal annars um höfundarétt en Ólafur telur sig hafa komið að leikstjórn Eyjafjallajökull Erupts, sem Sveinn telur fráleita hugmynd. „Það er umhugsunarvert og lýsir algerri vanþekkingu á faginu og er í hæsta máta skondið að Ólafur vilji titla sig leikstjóra myndarinnar þó hann hafi látið Svein vita af aðgerðum þeirra bænda við uppbyggingu á búinu. Hann hafði eflaust eitthvað að gera með hvernig menn stóðu að hreinsunarstörfum, hvar varnargarðurinn var gerður og hvenær sláttur hófst, en leikstjórahlutverk hans var í mesta lagi þegar hann lét kýrnar út í fyrsta sinn að vori og þær þeyttust út um hvippinn og hvappinn frelsinu fegnar.“ Svo segir meðal annars í svarbréfi Sveins M. Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns við kröfu lögmanna Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri. Ólafur krefst þess að sýningum á myndinni Eyjafjallajökull Erupts á veitingastaðnum Valhalla á Hvolsvelli verði hætt þegar í stað sem og sölu á eintökum hennar. Notkun á auðkenninu Eyjafjallajökull Erupst valdi honum og Eyrarbúi hf., fyrirtæki Ólafs, tjóni.Ólafur telur sig höfund verksins Vísir hefur fjallað um þessar sérstæðu deilur þeirra Ólafs og Sveins sem telur Ólaf hafa hlunnfarið sig um milljónir króna. Ólafur sýndi heimildarmyndina lengi vel í gosstofu sinni og er metið að um 500 þúsund manns hafi séð myndina sem gerir Eyjafjallajökull Erupts að aðsóknarmestu heimildarmynd Íslandssögunnar. Hagnaður af aðgöngumiðasölu er eftir því. Sveinn fékk hins vegar einungis hlut af sölu á disknum. Fljótlega eftir að Sveinn viðraði þau sjónarmið að honum bæri, sem höfundi myndarinnar, að fá eitthvað í sinn hlut í því sem snýr að sýningum myndarinnar hætti Ólafur sýningum á myndinni. Hvergi sér fyrir endann á deilum þessum. Sveinn gerði nýverið samkomulag við Úlfar Þór Gunnarsson á Gistiheimilinu á Hvolsvelli um sýningu á myndinni. Ólafur bóndi vill ekki sjá neitt slíkt.Úr bréfi Logos til Úlfars Þórs á Gistiheimili Íslands ehf. þar sem þess er krafist að hann hætti sýningum á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.Í bréfi, „Lokaítrekun á kröfum um stöðvun sýningar“, frá lögmannastofunni Logos, sem Hjördís Halldórsdóttir lögmaður skrifar og sendi fyrir hönd Ólafs, segir að ekki liggi fyrir neitt leyfi frá Ólafi um slíkar sýningar. Þar segir meðal annars að í höfundalögum komi fram að beita eigi tilteknum ákvæðum laganna sem „fjalla um réttindi höfunda, en þar með talið er 7. gr. laganna. Í 7. gr. laganna kemur fram að séu tveir menn eða fleiri höfundar að sama verki eigi þeir saman höfundarétt að verkinu.“ Og vitnað er til laganna þar sem segir að um slíka sameign „er það almenn regla, að til umráða á verkum þarf samþykki allra samhöfundanna. Gildir það um opinbera birtingu, bæði í fyrsta sinn og síðar, breytingar á verkinu og afnot þess.“Leikstjórn ekki að láta vita að eitthvað sé í vændum Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Sveini þykir það beinlínis hlálegt að Ólafur telji sig höfund myndarinnar. Í svarbréfinu leitast hann við að leiðrétta það sem hann segir meinlegan misskilning. Hann segir að í kreditlista myndarinnar og á kápu útgefins DVD disks komi afar skýrt fram að hann sé leikstjóri, höfundur handrits, kvikmyndatökumaður og klippari myndarinnar. Allt eru þetta hlutverk sem varin eru höfundalögum. Kvikmyndafyrirtæki hans Plús film framleiðir myndina.Kápa DVD disksins en þar er Ólafur sagður meðframleiðandi myndarinnar.„Ef Eyrarbúið kæmi þar eitthvað að málum væri væntanlega nafn þess í kreditlista, en svo er ekki. Nafn Ólafs kemur fram í kreditlista sem annar framleiðandi myndarinnar ásamt Sveini, en sá titill þýðir aðeins að báðir þessir aðilar lögðu fé til verksins. Eftir að Ólafur samþykkti í gosinu að leikstjóri myndarinnar og myndgerandinn fengi að fylgjast með framvindu mála og uppbyggingu á bænum í þeim tilgangi að gera heimildamynd féllst Ólafur á að láta Svein vita þegar eitthvað væri í vændum eins og hreinsun húsa, viðgerð á hitaveitu, sláttur og fleira, svo Sveinn gæti mætt og myndað, sem hann og gerði,“ segir meðal annars í bréfi Sveins. Og það hafi Ólafur gert en það geri hann ekki að leikstjóra myndarinnar. Sveinn segir jafnframt í bréfinu að Ólafur sé meðframleiðandi en það þýði aðeins að hann hafi lagt fé til gerðar verksins auk Sveins. „Eftir að Ólafur samþykkti í gosinu að leikstjóri myndarinnar og myndgerandinn fengi að fylgjast með framvindu mála og uppbyggingu á bænum í þeim tilgangi að gera heimildamynd féllst Ólafur á að láta Svein vita þegar eitthvað væri í vændum eins og hreinsun húsa, viðgerð á hitaveitu, sláttur og fleira, svo Sveinn gæti mætt og myndað, sem hann og gerði.“Vanvirðing við vel heppnað verk Sveinn segir að þegar uppgjör vegna sýninga Gistiheimilisins á myndinni liggi fyrir verði gert upp við Ólaf í samræmi við stöðu hans sem meðframleiðanda.Ólafur, sem ekki hefur viljað gefa færi á viðtali vegna málsins, bendir hins vegar á það í greinargerð að meðan á tökum myndarinnar stóð hafi Sveinn verið í fríu fæði hjá sér. Sveinn telur það heldur kaldar kveðjur.„Það er einnig sjálfsagt mál að sýna ykkur samninginn sem unnið er eftir um leið og þið leggið fram samninginn sem Eyrarbúið byggir sínar fáheyrilegu yfirlýsingar og kröfur á varðandi eignarréttindi myndarinnar og höfundarrétt.Það er í raun sorglegt að menn skuli leggjast svo lágt að vanvirða og gera lítið úr þessu vel heppnaða verki sem ferðaskrifstofur og hundruð þúsunda gesta kusu að berja augum og skapaði hundruð milljóna tekjur.“ Sveinn vitnar að endingu í greinargerð Ólafs um málið, sem Vísir hefur sagt af, og honum er greinilega ofboðið þar sem segir: „Ég bað Svein bara að taka nokkur skot af búinu og setja saman 20 mínútna mynd til að sýna á Gestastofunni og hann fékk frítt fæði og uppihald á meðan tökum stóð.” segir Sveinn í bréfi sínu og lætur fylgja með upphrópunarmerki.Ætla að láta reyna á lögbannskröfuna Vísir ræddi við Úlfar Þór á Gistiheimilinu á Hvolsvelli og ljóst má vera að honum er um og ó, að vera sem milli steins og sleggju í þessum deilum. Hann segist ekki aðili málsins sem slíkur. Það sé milli Sveins og Ólafs.Úlfar Þór rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli og hefur sýnt myndina Eyjafjallajökull Erupts en Ólafur bóndi er afar ósáttur við það.„Já, þau eru að hóta lögbanni ef ég hætti ekki sýningum. En, í samráði við Svein þá ætlum við að halda áfram sýningum,“ segir Úlfar Þór. Og er tilbúinn að láta á það reyna. „Sveinn er ekkert hræddur við að taka þann slag.“ Úlfar Þór segir að sýningar hafi ekki verið auglýstar og aðsóknin sé ekkert í líkingu við það sem var hjá Ólafi á sínum tíma. Enda hafi hann verið í sambandi við allar helstu ferðaskrifstofur landsins sem voru með ferðir um Suðurlandið. Og það taki tíma til að byggja upp vitund um að myndin sé enn á dagskrá. Þeir sem hafa komið eru mjög ánægðir. „Já, og ánægðir með að hún sé komin í sýningar aftur,“ segir Úlfar Þór en víst er að Ólafur bóndi er ekki eins ánægður með sýningarnar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessu stigi hvar þetta sérstæða mál er á vegi statt en verði farið fram á lögbann við sýningum á myndinni heyrir það undir lögsögu Sýslumannsins á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum þaðan hefur ekkert slíkt erindi borist embættinu enn sem komið er. Bíó og sjónvarp Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Höfundaréttur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Tengdar fréttir Svenni í Plúsfilm segir Ólaf bónda hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna Ólafur Eggertsson bóndi áhugalaus um að deila hagnaði af sýningum á Eyjafjallajökull Erupts. 10. júlí 2019 13:45 Ólafur bóndi telur listrænt framlag Svenna í Plúsfilm lítið Heimilisfólkið á Þorvaldseyri telur myndefnið í Eyjafjallajökull Erupts að fullu í sinni eigu. 11. júlí 2019 12:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
„Það er umhugsunarvert og lýsir algerri vanþekkingu á faginu og er í hæsta máta skondið að Ólafur vilji titla sig leikstjóra myndarinnar þó hann hafi látið Svein vita af aðgerðum þeirra bænda við uppbyggingu á búinu. Hann hafði eflaust eitthvað að gera með hvernig menn stóðu að hreinsunarstörfum, hvar varnargarðurinn var gerður og hvenær sláttur hófst, en leikstjórahlutverk hans var í mesta lagi þegar hann lét kýrnar út í fyrsta sinn að vori og þær þeyttust út um hvippinn og hvappinn frelsinu fegnar.“ Svo segir meðal annars í svarbréfi Sveins M. Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns við kröfu lögmanna Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri. Ólafur krefst þess að sýningum á myndinni Eyjafjallajökull Erupts á veitingastaðnum Valhalla á Hvolsvelli verði hætt þegar í stað sem og sölu á eintökum hennar. Notkun á auðkenninu Eyjafjallajökull Erupst valdi honum og Eyrarbúi hf., fyrirtæki Ólafs, tjóni.Ólafur telur sig höfund verksins Vísir hefur fjallað um þessar sérstæðu deilur þeirra Ólafs og Sveins sem telur Ólaf hafa hlunnfarið sig um milljónir króna. Ólafur sýndi heimildarmyndina lengi vel í gosstofu sinni og er metið að um 500 þúsund manns hafi séð myndina sem gerir Eyjafjallajökull Erupts að aðsóknarmestu heimildarmynd Íslandssögunnar. Hagnaður af aðgöngumiðasölu er eftir því. Sveinn fékk hins vegar einungis hlut af sölu á disknum. Fljótlega eftir að Sveinn viðraði þau sjónarmið að honum bæri, sem höfundi myndarinnar, að fá eitthvað í sinn hlut í því sem snýr að sýningum myndarinnar hætti Ólafur sýningum á myndinni. Hvergi sér fyrir endann á deilum þessum. Sveinn gerði nýverið samkomulag við Úlfar Þór Gunnarsson á Gistiheimilinu á Hvolsvelli um sýningu á myndinni. Ólafur bóndi vill ekki sjá neitt slíkt.Úr bréfi Logos til Úlfars Þórs á Gistiheimili Íslands ehf. þar sem þess er krafist að hann hætti sýningum á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.Í bréfi, „Lokaítrekun á kröfum um stöðvun sýningar“, frá lögmannastofunni Logos, sem Hjördís Halldórsdóttir lögmaður skrifar og sendi fyrir hönd Ólafs, segir að ekki liggi fyrir neitt leyfi frá Ólafi um slíkar sýningar. Þar segir meðal annars að í höfundalögum komi fram að beita eigi tilteknum ákvæðum laganna sem „fjalla um réttindi höfunda, en þar með talið er 7. gr. laganna. Í 7. gr. laganna kemur fram að séu tveir menn eða fleiri höfundar að sama verki eigi þeir saman höfundarétt að verkinu.“ Og vitnað er til laganna þar sem segir að um slíka sameign „er það almenn regla, að til umráða á verkum þarf samþykki allra samhöfundanna. Gildir það um opinbera birtingu, bæði í fyrsta sinn og síðar, breytingar á verkinu og afnot þess.“Leikstjórn ekki að láta vita að eitthvað sé í vændum Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Sveini þykir það beinlínis hlálegt að Ólafur telji sig höfund myndarinnar. Í svarbréfinu leitast hann við að leiðrétta það sem hann segir meinlegan misskilning. Hann segir að í kreditlista myndarinnar og á kápu útgefins DVD disks komi afar skýrt fram að hann sé leikstjóri, höfundur handrits, kvikmyndatökumaður og klippari myndarinnar. Allt eru þetta hlutverk sem varin eru höfundalögum. Kvikmyndafyrirtæki hans Plús film framleiðir myndina.Kápa DVD disksins en þar er Ólafur sagður meðframleiðandi myndarinnar.„Ef Eyrarbúið kæmi þar eitthvað að málum væri væntanlega nafn þess í kreditlista, en svo er ekki. Nafn Ólafs kemur fram í kreditlista sem annar framleiðandi myndarinnar ásamt Sveini, en sá titill þýðir aðeins að báðir þessir aðilar lögðu fé til verksins. Eftir að Ólafur samþykkti í gosinu að leikstjóri myndarinnar og myndgerandinn fengi að fylgjast með framvindu mála og uppbyggingu á bænum í þeim tilgangi að gera heimildamynd féllst Ólafur á að láta Svein vita þegar eitthvað væri í vændum eins og hreinsun húsa, viðgerð á hitaveitu, sláttur og fleira, svo Sveinn gæti mætt og myndað, sem hann og gerði,“ segir meðal annars í bréfi Sveins. Og það hafi Ólafur gert en það geri hann ekki að leikstjóra myndarinnar. Sveinn segir jafnframt í bréfinu að Ólafur sé meðframleiðandi en það þýði aðeins að hann hafi lagt fé til gerðar verksins auk Sveins. „Eftir að Ólafur samþykkti í gosinu að leikstjóri myndarinnar og myndgerandinn fengi að fylgjast með framvindu mála og uppbyggingu á bænum í þeim tilgangi að gera heimildamynd féllst Ólafur á að láta Svein vita þegar eitthvað væri í vændum eins og hreinsun húsa, viðgerð á hitaveitu, sláttur og fleira, svo Sveinn gæti mætt og myndað, sem hann og gerði.“Vanvirðing við vel heppnað verk Sveinn segir að þegar uppgjör vegna sýninga Gistiheimilisins á myndinni liggi fyrir verði gert upp við Ólaf í samræmi við stöðu hans sem meðframleiðanda.Ólafur, sem ekki hefur viljað gefa færi á viðtali vegna málsins, bendir hins vegar á það í greinargerð að meðan á tökum myndarinnar stóð hafi Sveinn verið í fríu fæði hjá sér. Sveinn telur það heldur kaldar kveðjur.„Það er einnig sjálfsagt mál að sýna ykkur samninginn sem unnið er eftir um leið og þið leggið fram samninginn sem Eyrarbúið byggir sínar fáheyrilegu yfirlýsingar og kröfur á varðandi eignarréttindi myndarinnar og höfundarrétt.Það er í raun sorglegt að menn skuli leggjast svo lágt að vanvirða og gera lítið úr þessu vel heppnaða verki sem ferðaskrifstofur og hundruð þúsunda gesta kusu að berja augum og skapaði hundruð milljóna tekjur.“ Sveinn vitnar að endingu í greinargerð Ólafs um málið, sem Vísir hefur sagt af, og honum er greinilega ofboðið þar sem segir: „Ég bað Svein bara að taka nokkur skot af búinu og setja saman 20 mínútna mynd til að sýna á Gestastofunni og hann fékk frítt fæði og uppihald á meðan tökum stóð.” segir Sveinn í bréfi sínu og lætur fylgja með upphrópunarmerki.Ætla að láta reyna á lögbannskröfuna Vísir ræddi við Úlfar Þór á Gistiheimilinu á Hvolsvelli og ljóst má vera að honum er um og ó, að vera sem milli steins og sleggju í þessum deilum. Hann segist ekki aðili málsins sem slíkur. Það sé milli Sveins og Ólafs.Úlfar Þór rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli og hefur sýnt myndina Eyjafjallajökull Erupts en Ólafur bóndi er afar ósáttur við það.„Já, þau eru að hóta lögbanni ef ég hætti ekki sýningum. En, í samráði við Svein þá ætlum við að halda áfram sýningum,“ segir Úlfar Þór. Og er tilbúinn að láta á það reyna. „Sveinn er ekkert hræddur við að taka þann slag.“ Úlfar Þór segir að sýningar hafi ekki verið auglýstar og aðsóknin sé ekkert í líkingu við það sem var hjá Ólafi á sínum tíma. Enda hafi hann verið í sambandi við allar helstu ferðaskrifstofur landsins sem voru með ferðir um Suðurlandið. Og það taki tíma til að byggja upp vitund um að myndin sé enn á dagskrá. Þeir sem hafa komið eru mjög ánægðir. „Já, og ánægðir með að hún sé komin í sýningar aftur,“ segir Úlfar Þór en víst er að Ólafur bóndi er ekki eins ánægður með sýningarnar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessu stigi hvar þetta sérstæða mál er á vegi statt en verði farið fram á lögbann við sýningum á myndinni heyrir það undir lögsögu Sýslumannsins á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum þaðan hefur ekkert slíkt erindi borist embættinu enn sem komið er.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Höfundaréttur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Tengdar fréttir Svenni í Plúsfilm segir Ólaf bónda hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna Ólafur Eggertsson bóndi áhugalaus um að deila hagnaði af sýningum á Eyjafjallajökull Erupts. 10. júlí 2019 13:45 Ólafur bóndi telur listrænt framlag Svenna í Plúsfilm lítið Heimilisfólkið á Þorvaldseyri telur myndefnið í Eyjafjallajökull Erupts að fullu í sinni eigu. 11. júlí 2019 12:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Svenni í Plúsfilm segir Ólaf bónda hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna Ólafur Eggertsson bóndi áhugalaus um að deila hagnaði af sýningum á Eyjafjallajökull Erupts. 10. júlí 2019 13:45
Ólafur bóndi telur listrænt framlag Svenna í Plúsfilm lítið Heimilisfólkið á Þorvaldseyri telur myndefnið í Eyjafjallajökull Erupts að fullu í sinni eigu. 11. júlí 2019 12:45