Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 17:25 Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum Slysavarnarfélagið Landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira