Innlent

Búið að opna Suðurlandsveg fyrir umferð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vegurinn hefur verið opnaður.
Vegurinn hefur verið opnaður. Google Maps
Tvö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi, vestan við Markarfljót, við gatnamót Dímonarvegar og Hólmabæjarvegar.

Suðurlandsvegi var lokað vegna slyssins en hann var opnaður um klukkan 13:45.

Slysið varð á ellefta tímanum þegar fólksbifreið ók í veg fyrir rútu. Samkvæmt upplýsingum frá brunavörnum Rangárvallasýslu slösuðust tvö, þar af einn alvarlega, en þó með meðvitund.

Sá var ökumaður bílsins en við áreksturinn festist hann inni í bifreiðinni. Hann var síðan losaður og fluttur á slysadeild ásamt konu sinni, sem var minna slösuð. Engin slys urðu á farþegum eða bílstjóra rútunnar, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Ekki er talið að um lífshættulega áverka sé að ræða.

Rannsókn lögreglu er enn í gangi á vettvangi.



Fréttin var uppfærð klukkan 13:57.

Skjáskot úr myndbandi sem fréttastofu barst af slysstað.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×