Árborg Loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatni Sundhöll Selfoss hefur verið lokað í ótilgreindan tíma. Ástæðan er heitavatnsskortur í kjölfar eldsvoða sem varð í rafmagnsskáp í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti. Innlent 8.12.2022 17:25 Íbúar Árborgar spari vatn eftir eldsvoða í rafmagnsskáp Íbúar sveitarfélagsins Árborgar á Suðurlandi eru hvattir til þess að fara sparlega með vatn eftir að eldsvoði varð í rafmagnsskáp í borholu Selfossveitna í Þorleifskoti. Innlent 8.12.2022 13:14 Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er. Innlent 4.12.2022 20:05 Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. Innlent 1.12.2022 21:05 Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. Innlent 25.11.2022 15:38 Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Lífið 25.11.2022 10:31 Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Innlent 22.11.2022 08:40 Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu. Innlent 20.11.2022 15:00 Lögreglan óskar þess að ná tali af manni vegna samskipta við barn Lögreglan á Suðurlandi óskar þess að ná tali af manni sem sagður er hafa gefið sig á tal við stúlkubarn á leið suður eftir göngustíg við Fosstún á Selfossi (milli Fosstúns og Þóristúns), til móts við hús nr. 8. upp úr kl. 17:00 í gær. Innlent 15.11.2022 15:19 Yfirbuguðu innbrotsþjóf á nærbuxum og í slopp Rétt fyrir klukkan 7 í gærmorgun braust innbrotsþjófur inn í bílskúr á Selfossi. Hann gat hins vegar vart verið óheppnari með fórnarlamb en stæðilegur lögreglumaður á nærbuxum yfirbugaði þjófinn. Til aðstoðar kom svo nágranni lögreglumannsins, fangavörður í náttslopp. Lífið 3.11.2022 20:11 Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Innlent 3.11.2022 14:25 Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. Innlent 30.10.2022 15:04 Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. Innlent 29.10.2022 13:05 Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. Innlent 28.10.2022 20:08 „Það á ekki að fara að gera neitt“ Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Innlent 26.10.2022 19:01 Ríki og sveitarfélög gangi í takt! Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Skoðun 26.10.2022 10:31 Ríkið leigði húsnæði undir flóttafólk án samráðs við sveitarfélag Íslenska ríkið hafði ekki samráð við sveitarfélagið Árborg þegar tekin var ákvörðun um að leigja Kumbaravog á Stokkseyri. Sveitarfélagið telur staðsetninguna óheppilega. Innlent 25.10.2022 22:35 Enginn launamunur kynjanna hjá Sveitarfélaginu Árborg Í fyrsta skipti í sögu Sveitarfélagsins Árborgar er nú engin launamunur á milli kynjanna hjá þeim þúsund starfsmönnum, sem vinna hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn segist verða gríðarlega stoltur af þessu árangri. Innlent 23.10.2022 13:04 Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu. Innlent 22.10.2022 21:04 Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. Sport 21.10.2022 15:46 Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Innlent 18.10.2022 21:01 13 milljarðar í annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi Um fjörutíu ný hús verða byggð í öðrum áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi, þar á meðal tvö hótel. Framkvæmdir hefjast næsta vor og munu taka 36 mánuði. Kostnaður við verkið er á milli 12 og 13 milljarðar króna. Innlent 14.10.2022 22:04 Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. Innlent 10.10.2022 19:51 Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Innlent 9.10.2022 20:55 Sérsveit handtók bogmann í nótt Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa skotið hest með boga. Við húsleit fannst bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Innlent 8.10.2022 18:58 „Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“ Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu. Innlent 8.10.2022 15:17 Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Innlent 4.10.2022 20:01 Konan er fundin Konan sem lýst var eftir og leitað hefur verið í dag er fundin heil á húfi. Hennar hafði verið saknað í heila viku. Innlent 29.9.2022 14:43 Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg létu pússa sig saman á Selfossi Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir giftu sig á heimili sínu á Selfossi. Parið byrjaði saman snemma á síðasta ári. Sigurjón hefur slegið eftirminnilega í gegn í Fóstbræðrum, Tvíhöfða og hljómsveitinni HAM og Halldóra er nuddari og snyrtifræðingur. Lífið 26.9.2022 15:17 Fyrstu íbúarnir eru að fara að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi Mikil ánægja og tilhlökkun er á Selfossi með opnun nýs hjúkrunarheimilis á staðnum en þar verða sextíu íbúar, 40 af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi. Fyrstu íbúarnir flytja inn í heimilið 10. október. Innlent 25.9.2022 13:06 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 36 ›
Loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatni Sundhöll Selfoss hefur verið lokað í ótilgreindan tíma. Ástæðan er heitavatnsskortur í kjölfar eldsvoða sem varð í rafmagnsskáp í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti. Innlent 8.12.2022 17:25
Íbúar Árborgar spari vatn eftir eldsvoða í rafmagnsskáp Íbúar sveitarfélagsins Árborgar á Suðurlandi eru hvattir til þess að fara sparlega með vatn eftir að eldsvoði varð í rafmagnsskáp í borholu Selfossveitna í Þorleifskoti. Innlent 8.12.2022 13:14
Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er. Innlent 4.12.2022 20:05
Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. Innlent 1.12.2022 21:05
Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023. Innlent 25.11.2022 15:38
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Lífið 25.11.2022 10:31
Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Innlent 22.11.2022 08:40
Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu. Innlent 20.11.2022 15:00
Lögreglan óskar þess að ná tali af manni vegna samskipta við barn Lögreglan á Suðurlandi óskar þess að ná tali af manni sem sagður er hafa gefið sig á tal við stúlkubarn á leið suður eftir göngustíg við Fosstún á Selfossi (milli Fosstúns og Þóristúns), til móts við hús nr. 8. upp úr kl. 17:00 í gær. Innlent 15.11.2022 15:19
Yfirbuguðu innbrotsþjóf á nærbuxum og í slopp Rétt fyrir klukkan 7 í gærmorgun braust innbrotsþjófur inn í bílskúr á Selfossi. Hann gat hins vegar vart verið óheppnari með fórnarlamb en stæðilegur lögreglumaður á nærbuxum yfirbugaði þjófinn. Til aðstoðar kom svo nágranni lögreglumannsins, fangavörður í náttslopp. Lífið 3.11.2022 20:11
Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Innlent 3.11.2022 14:25
Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. Innlent 30.10.2022 15:04
Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. Innlent 29.10.2022 13:05
Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. Innlent 28.10.2022 20:08
„Það á ekki að fara að gera neitt“ Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Innlent 26.10.2022 19:01
Ríki og sveitarfélög gangi í takt! Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Skoðun 26.10.2022 10:31
Ríkið leigði húsnæði undir flóttafólk án samráðs við sveitarfélag Íslenska ríkið hafði ekki samráð við sveitarfélagið Árborg þegar tekin var ákvörðun um að leigja Kumbaravog á Stokkseyri. Sveitarfélagið telur staðsetninguna óheppilega. Innlent 25.10.2022 22:35
Enginn launamunur kynjanna hjá Sveitarfélaginu Árborg Í fyrsta skipti í sögu Sveitarfélagsins Árborgar er nú engin launamunur á milli kynjanna hjá þeim þúsund starfsmönnum, sem vinna hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn segist verða gríðarlega stoltur af þessu árangri. Innlent 23.10.2022 13:04
Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu. Innlent 22.10.2022 21:04
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. Sport 21.10.2022 15:46
Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Innlent 18.10.2022 21:01
13 milljarðar í annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi Um fjörutíu ný hús verða byggð í öðrum áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi, þar á meðal tvö hótel. Framkvæmdir hefjast næsta vor og munu taka 36 mánuði. Kostnaður við verkið er á milli 12 og 13 milljarðar króna. Innlent 14.10.2022 22:04
Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. Innlent 10.10.2022 19:51
Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Innlent 9.10.2022 20:55
Sérsveit handtók bogmann í nótt Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa skotið hest með boga. Við húsleit fannst bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Innlent 8.10.2022 18:58
„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“ Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu. Innlent 8.10.2022 15:17
Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Innlent 4.10.2022 20:01
Konan er fundin Konan sem lýst var eftir og leitað hefur verið í dag er fundin heil á húfi. Hennar hafði verið saknað í heila viku. Innlent 29.9.2022 14:43
Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg létu pússa sig saman á Selfossi Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir giftu sig á heimili sínu á Selfossi. Parið byrjaði saman snemma á síðasta ári. Sigurjón hefur slegið eftirminnilega í gegn í Fóstbræðrum, Tvíhöfða og hljómsveitinni HAM og Halldóra er nuddari og snyrtifræðingur. Lífið 26.9.2022 15:17
Fyrstu íbúarnir eru að fara að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi Mikil ánægja og tilhlökkun er á Selfossi með opnun nýs hjúkrunarheimilis á staðnum en þar verða sextíu íbúar, 40 af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi. Fyrstu íbúarnir flytja inn í heimilið 10. október. Innlent 25.9.2022 13:06