Innlent

Bein útsending: Fylgst með streyminu í Ölfusá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ölfusá hefur verið svo gott sem ísilögð undanfarið. Mikil sveifla í hita gerir það að verkum að reiknað er með miklu flæði í ánni.
Ölfusá hefur verið svo gott sem ísilögð undanfarið. Mikil sveifla í hita gerir það að verkum að reiknað er með miklu flæði í ánni. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Íbúar í Árborg hafa verið hvattir til að vera ekki að óþarfi á göngu í kringum Ölfusá í asahlákunni. Elstu menn muna ekki eftir jafn miklum ís í ánni.

Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin hefur verið meira og minna öll ísilögð í frostinu á nýju ári og klakastíflur myndast í ánni.

Rennsli hefur aukist frá 550 m3/s klukkan sex í gærmorgun upp í tæplega 700 m3/s á sama tíma í morgun.Veður.is

Almannavarnaráð Árborgar fundaði í vikunni vegna eðursins og starfsmenn könnuðu stöðuna á dælum í kringum Ölfusá á Selfossi.

Bíóhúsið hefur komið upp vefmyndavél á þaki sínu sem vísar yfir Ölfusá. Vísir miðlar því streymi hér að neðan.

Þá hefur Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands í samstarfi við Blástein byggingarverktaka og EFLU sett upp vefmyndavélar á þak Kaupfélagshússins á Selfossi. Þær má sjá að neðan.

Vefmyndavél upp ána.

Vefmyndavél niður ána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×