Innlent

Fjarlægðu hættulegar snjóhengjur

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá aðgerðum slökkviliðs á Selfossi.
Frá aðgerðum slökkviliðs á Selfossi. magnús hlynur

Slökkvilið stóð í ströngu í dag á Selfossi við að fjarlægja hættulegar snjóhengjur á helsta verslunarhúsnæði Selfossbæjar. Sjaldan hefur kyngt jafn miklum snjó á Suðurlandi.

„Ég er búinn að vera hérna í yfir 30 ár og man eiginlega ekki eftir þessu svona slæmu,“ segir Sigurður Sigurjónsson eigandi lögmannsstofu í húsinu. Hringt var á slökkvilið þegar snjóhengjurnar virtust ætla að falla fram af þaki með tilheyrandi hættu fyrir almenningi.

Magnús Hlynur fréttamaður okkar myndaði aðgerð slökkviliðs sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×